eXTReMe Tracker

onsdag, september 29, 2004

Þunglyndisundirbúningur

Núna eru bara 2 dagar þar til Iris fer frá Kristinehamn og mér. Hún fer á laugardaginn til Oslo og eyðir sunnudeginum með litlu systur, svo fer stóra flugvélin á mánudaginn.
Einnig förum við á mánudaginn með allt dótið hennar í skipið í Varberg, en þangað eru ca 350 kílómetrar, svo maður þarf að vakna fyrr en venjulega til að draga kerruna þangað. Það er einn stór kostur við þessa leið.......daddara...framhjá Ullared, (Gekås) stæðsta og ódýrasta vöruhúsi evrópu, með 63 kössum við útganginn, bara galli við það að Pelle er með, þá er ekkert gaman að fara þangað inn, enda ég nýbúin að vera þar. Það skemmtilegasta við það að ég hef læknast af kaupæðinu alla vega í bili, langar ekkert að fara inn í búðir lengur......
Annars er ég búin að fá smá þunglyndisgjöf fyrirfram frá Heiðrúnu, hún nefnilega fékk rauðvínsflösku frá vinnunni en drekkur ekki rauðvín sjálf svo ég fékk flöskuna, svo á föstudaginn eftir hádegi ætlum við Iris að fara saman til Karlstad, henni vantar nefnilega buxur því hún hefur grenst svo mikið, svo er skemmtilegra að skreppa þangað í staðin fyrir að vera bara hér í bæ.
Hvað finnst ykkur að ég eigi að gera til að varast þetta undirbúningsþunglyndi og þunglyndi á eftir að hún er farin? Vantar ráð.....
Um helgina var Heiðrún hér og gerði svona vídeó sem ég get ekki séð í minni frægu tölvu (en þú Brynja?)....svo var hún að sjatta við einhvern norskan sætan strák á MSN og ég ætlaði að fara að sýna henni og Irisi hvernig Línudansinn er, setti á tilheyrandi músík og byrjaði...haldið þið ekki að hún beini webbmyndavélinni að mér og sýni stráknum og hann spurði strax hvort þetta væri Línudans...fannst ég eflaust vera dugleg ha, ha.
'A föstudagsmorguninn er búið að panta mig í kennslustund í áttunda bekk (sama og 9 undi heima) því þau eru að læra um Island svo kennarinn vill að ég komi og segi þeim eitthvað...ég er svo vön þessu svo ég er ekkert nervös fyrir því, bara gaman, það eru svo furðulegar spurningar sem koma hjá krökkunum. Síðasta föstudag þurfti ég að syngja afmælissönginn á íslensku fyrir einn bekk (en slapp) einn strákur í sérdeild átti afmæli og óskaði sér að heyra á íslensku, akkúrat þá var ég á smá fundi svo þegar ég kom aftur fóru þau í mat svo ég slapp, ég sem var búin að fá hjálp að finna undirspil meira að segja......flestu verður maður fyrir.......
Núna er ég orðin svo sifjuð að ég hætti þessu bara. Iris er að vinna í síðasta sinn í spilavítinu í kvöld þótt hún sé lasin greyið.

torsdag, september 23, 2004

Línudans

Sko, allt þetta vesen út af tveimur sófaborðum er dálítið gaman, eins og Katrín segir allir hugsa um stelpur og stráka bara ekki Jenny, enda sést það, hún þarf að frjósa í hel á næturnar í þessu húsi með sófaborðinu, bara að sófaborðið fái ekki frostskaða.......sko föðuramma mín átti þetta sófaborð sagði pabbi alltaf og það átti að koma í mina eigu af því ég var elst.....nú svo einhverra hluta vegna varð það eftir á klakanum þegar ég flutti og var alltaf í hálfgerðu reyðuleysi, hjá Heny varð það eftir einhverra hluta vegna og svo minnir mig að það hafi lent heima hjá Regínu og hennar þáverandi manni, Víði og bróður okkar, svo þá er það best komið hjá Jenny, en það voru margir sem vildu eiga það, látið mig vita um það og alls konar hótanir í því sambandi en förum ekkert nánar út í það, liðin tíð....
Jú, eins og fyrirsögnin hljóðar er ég að fara í Línudans, og þar þarf engan dansherra/konu, því maður dansar í beinni línu og þetta er eftir allskonar músík, ekki bara kantrý, svo þetta er rosalega gaman og maður svitnar....sko hendurnar eru ekki komnar í notkun ennþá en við prófuðum aðeins og þá fór allt í hönk, þegar maður þurfti að hugsa um þær líka, sem sagt maður verður þá eins og karlmaður, getur ekki gert 2 hluti samtímis...fyrr en eftir góða þjálfun ha, ha.
Kanski verður maður svo duglegur að maður kemst í elithópinn sem ferðast um allan heim ha, ha.
Núna í dag kom allt í einu sólin fram á himni, en það var gleðiefni því það er búið að rigna alveg rosalega mikið, óvenjulega mikið, en ég ætla nú ekki að þreyta ykkur á veðrinu núna og fer bara að koma mér af stað í dansinn.....á hjólinu mínu sko.

tisdag, september 21, 2004

Videókvöld

Sko þetta kvöld var mjög sekmmtilegt bara. Fyrst hringdi Víðir og boðaði komu sína, en hann er að vinna í Karlstad núna og sá bær er bara rétt hjá (40 km) svo ég gerði góðan kjúllkingarétt og sallat og við nutum þess að borða og Iris vara að sjálfsögðu með líka. alltaf hressandi þegar Viðir er annars vegar, mikið hlegið og talað. Hann verður sennilega nokkra mánuði í Karlstad heldur hann, en það er verið að byggja íbúðir fyrir stúdenta við háskólan.
Nú svo langaði Irisi svo til að ná í vídeóspólu svo við sátum og horfðum á draugamynd, med henni sem lék með James Bond sem var tekin á Islandi (ég hef ekki séð hana) en þetta var reglulega ágæt mynd bara dálítið geðveik draugamynd.
Nú svo eru bæði Víðir og Iris farin og ég að fara að leggja mig er sko ekki vön að vera svona lengi á fótum, Pelle auðvitað löngu farin inn að hrjóta, annars sofnaði hann ekki yfir myndinni en það gerir hann alltaf, hefur tekið tillit til gestanna.
Ég held ég bara kaupi ekkert af þessum íslenska mat, allt of dýrt segja frænkurnar heima sem hafa verðvit á mat...held mig bara við danskar svínalundir, enda þarf ég ekki að tala við þær.
Segi bara góða nótt núna og sé svo hvort þetta hverfi eða fari í bloggið....sko ef það hverfur þá hætti ég þessu......

fredag, september 17, 2004

Spennandi föstudagskvöld í útlandinu

Núna er föstudagskvöld, ekkert í sjónvarpinu, ég öll aum í skrokknum, en ég var í nuddi hjá Irisi eftir vinnu og ekki vanþörf á því, en mér finnst ég vera slæm allstaðar núna en það er ósköp venjulegt svona þegar byrjar að kólna. En eins og allir vita er hitinn allra meina bót fyrir líkaman, alveg sama hvað þið segið sem voruð orðin þreytt á hitabylgjunni í sumar á klakanum.
Þið þurfið að vera duglega og panta tíma hjá Irisi í nudd, því hún er alveg rosalega dugleg, alveg fædd í þetta, kemur vel á óvart. Enda er fólk farið að hringja í hana núna, en eru svo að tapa henni burtu. Ekkert sniðugt...sko að hún fari heim, en auðvitað vill hún vera hjá Kola, ég skil það svo vel. Bara að þetta gangi vel hjá henni alltsaman.
Ég var að fá bækling frá sænsku kirkjunni í Gautaborg og aftan á því er svona síða þar sem er hægt að panta íslenskar gellur, lambakótelettur og saltfisk og fl o fl...og saltkjöt sem er 4 kg, og þá er fatan innifalin í verðinu. Svo er einhver sem keyrir þetta út um Vermland og ég þyrfti að koma á stoppistöðina t.d. í Örebro held ég hann fari til, ekki Kristinehamn. Verð er nú frekar dýrt, eins og lambaskrokkur (engin slög) kostar 83 kr (sænskar) kíló og lambakótelettur 150 kr kg.....er þetta miklu hærra en verðin eru heima? Mér finnst þetta ekki rosalega dýrt..eða? En ég held samt að ég panti ekki.
Heiðrún klagar yfir að ég hringi ekki oft í hana og það er alveg satt, en það kemur fyrir. Verð að skerpa mig í þessu, ekki hringi ég oft í Jenny, en oftar í Irisi......ekki oft til mömmu og pabba heldur, aldrei til Stefaníu og ennþá aldreiari í Skarpa......
Núna skrifa ég í Word til að þetta bara hverfi ekki.......en ég hef ekkert að skrifa núna, held ég fari snemma í rúmið að lesa, er að lesa spennandi bók eftir norskan höfund Karin Fossum, um litla 10 ára stelpu sem bara hverfur á sínu gula hjóli á leið í sjoppuna að kaupa hestablað. Þetta er góður höfundur, mæli með henni.
Ég verð bar að skrifa seinna þegar andarnir koma yfir mig.

tisdag, september 14, 2004

Sko, þetta er ekkert hlægilegt..

Í gær var ég búin að skrifa alveg helling og það var alveg þræl gott, en það fáið þið aldrei að vita elskurnar mínar.....nú svo eftir allt þetta skrif sendi ég þetta í bloggið.....en það fór eitthvað allt annað, kom upp að þessi síða sé ekki tilgengileg (veit ekki almennilega hvað það heitir á móðurmáli mínu) og svo hef ég gáð oft í dag en ekkert er þar, svona fór um vinnunna þá. En það þýðir ekki að vera leið, spæld eða súr, það er bara að halda áfram, segir Jenny.
Ég var farin að halda að talvan væri nú komin úr öllu sambandi því það var svo mikið þrumuveður í nótt, svo var meiriháttar kröftugur stormur með tilheyrandi rigningu og meira að segja rigndi frá hlið, svo ég vaknaði kl 4 við þetta allt saman en nennti ekki að fara fram til að taka tölvuna úr sambandi (kærulaus) fannst þetta ekki vera svo nálægt, en maður á að telja frá þrumunni að eldingunni og það þýðir kílómetrana frá húsinu, svo kl 5,30 kom engin smá kvellur og ekki hægt að telja því eldingin kom strax og útvarpsklukkan mín slokknaði, þá varð ég bara að fara fram og taka allt úr sambandi, svo þetta reddaðist. En þetta var svo kröftugt að það sló út öllu rafmagni í bara okkar húsi.
ég var að taka inn allar dýnur úr sumarhúsgögnunum inn áðan og fór svo í laaaangan göngutúr.
Ég held ég bara hætti núna svo þið fáið að lesa eitthvað frá mér, þýðir ekki að vera með "Blogg" og skrifa ekkert...eða hvað?
En hver hefur áhuga á að lesa eitthvað sem ég skrifa til allra, bara einhverja vitleysu sem ég er að hugsa um og hvað ég er að fást við þessa og þessa stundina?
Á morgun reyndar er ég að fara á námskeið til Karlstad allan daginn, ekkert sérlega spennandi en samt gaman að hitta fólk sem vinnur við sama prógram og ég og að fá að gera smanburð á vinnu, maður fær alla vega flottan mat því þetta er á flottu hóteli. Bara vonani ekki eitthvað með sveppum en sveppir flæða út um allt á þessum tíma, allt venjulegt fólk úti í skóginum að tína sveppi og allavega sortir, einn heitir Karl Johan, er stór og það er hægt að selja eitt kíló á 40 kr sænskar, Ítali sem kaupir upp allt sem er til sölu. Sá þetta í fréttunum alveg rétt áðan, ég er ekki svo kunnug sveppum, enda ét ég ekki sveppi, þeir vaxa á tánum á fólki.......samt ekki Karl Johan.
Núna verður þetta spennandi hvort síðan er tilgengileg núna......ýta

söndag, september 12, 2004

Sveitalíf án vatns í krana....

Jæja, núna er ég komin heim eftir 3ja daga vistarveru í Dalalífi. Svoleiðis var að Kalle og Carina buðu okkur með í sumarparadísina þeirra alla helgina svo Pelle gæti hjálpað til að setja þakplötur á aukahús sem þau fluttu á svæðið. Nú við keyrum strax eftir hádegið´með í þeirra bíl og ég held ég vilji nú ekki fara í bíl aftur með Kalle sem bílstjóra, hann keyrði á 140 alla leiðina, þetta er venjulega 4urra tíma leið en vorum bara rúmlega 2 tíma. Annars var þetta æðislegt bara, nema að það er ekkert vatn í bústaðnum, maður þarf að ná í vatn í brúsa í þorpið......en svo er vatn sem er hægt að baða sig í en það var bara 16 gráðu hiti í því og það er sko ekki fyrir mig. Það er gufubaðstofa sem hann hefur látið byggja í einu húsinu og það er mjög notalegt, svo af því ég er svona hinseigin (vill ekki hoppa í vatnið á eftir) þá er stór vatnspottur sem er hægt að hita vatn í með viðarhitun svo þá er bara að standa nakinn fyrir neðan bátahúsið og skola sig og þvo sér.
Þeim innfæddu finnst þetta voðalega kósý að baða svona í vatninu og svo ef er þarna að vetri til er það erfitt.
Nú annað hefur ekki skeð þessa helgina við Carina fórum í gönguferðir í skóginum og tíndum bláber, aðalbláber sem eru dálítið ofþroskuð, einnig fann ég einhverja sort af krækiberjum en þau voru ekki eins og heima, en lík, en það tína ekki svíar...svo var auðvitað hellingur af sveppum og það alla vega sortum, en ég borða ekki þannig.....
Hei..núna kom Iris með sjónvarpið svo hún lendi ekki í sekt því hún er búin að afskrá það.

söndag, september 05, 2004

útlandsbúi skrifar

Jæja...þetta er bara ekki hægt að vera ekki alveg eins og allir hinir og eiga "blogg" síðu.
'Eg er nú ekki viss um að þetta hafi tekist hjá mér.......en ætla að prófa.
Þótt ég sé útlandsbúi þá er ég ánægð að eiga ekki heima í Flórída núna, engin smá fellibylur sem hefur dunið yfir þá over there.
'I gær var 3ja daga stæðsti markaður á Norðurlöndum í Filipsstad, sem er bara 50 km héðan, hann er árlegur og alltaf mikið fólk, næstum troðningur en yfirleitt gott veður og það brást ekki núna, því það var steikjandi hiti og sól og troðið af fólki. Ég keypti nú ekkert nema ökklasokka, 7 pör á 100 kr sænskar, enda var ég nýkomin heim úr verslunnarferð í Ullared, en þar er stæðsta vöruhús Evrópu undir einu og sama þakinu og hlægileg verð, sko engu líkt, enda keypti ég ekkert smá mikið. Fór í rútuferð þangað sem tekur 4,5 tíma með vinkonu minni og við skemmtum okkur konunglega við þetta....gaman að kaupa og kaupa.
'I dag var ég í afmæli hjá Teres sem varð 20 ára og svo flutti hún að heiman síðustu helgi líka til Jönköping en þar byrjaði hún í fjögurra ára námi í háskóla, eitthvað svipað nám og Jenny var á Bifröst. Þar fékk hún alveg nýbyggða íbúð sem var eingöngu byggt fyrir stútenta, voða flott.
'Eg veit nú ekki hvað ég á að reyna að skrifa, held ég láti þetta bara duga svona í fyrsta sinn, kanski verður ekkert úr þessu hjá mér og þá er ég búin að vera að puða við að skrifa helling, en ég skrifa nú ekki með einum putta heldur svo þetta er nú í lagi.
endilega skrifiði eitthvað sætt til mín.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com