eXTReMe Tracker

söndag, juni 19, 2005

En ég þá?

Þetta er allra allra allra síðasta tilraunin!

Prófið mitt

söndag, juni 12, 2005

það er nú það...hríðar í éljunum...

Af hverju á ég að skrifa um mína fortíð? Hverjir hafa áhuga á minni sögu sem er ekkert spennandi? Ég get svosem haldið áfram því það er ekkert í sjónvarpinu þetta sunnudagskvöld.

Ég er sem sé komin heim frá 13 mánaða dvöl i Sverige, fer í síðasta bekk í skólanum með krökkunum sem voru einu ári yngri en ég. Þá var orðið allt í einu gaman að læra, ég hafði allt aðra hugsun eftir eins árs frí, var orðin miklu þroskaðri og fékk mjög góðar einkunnir, var meir að segja hæðst í bekknum....smá mont bara.

Ég fór strax að læra á bíl þegar ég kom heim svona Wolfsvagen bragga, það gekk mjög vel og ég hafði það af eins og annað sem ég ætlaði mér. Svo á þessum tíma var auðvitað mikið af böllum sérstaklega svona sveitarböllum sem voru svo skemmtileg og ég var auðvitað mjög vinsæl sem bílstjóri á þessi böll og gerði það með bestu lyst, því ekki drakk ég né mínar vinkonur. Við vorum saman alltaf 5 stykki við þrjár stelpurnar og tveir strákar úr Borgarnesinu og áttum skemmtilegar stundir. Á einu ballinu kynntist ég einum strák frá Skaganum og við vorum dálítið að gauka saman (ekki LÚDÓ), en ég var ennþá alltaf hrifin af æskuástinni minni honum Henry svo hann var alltaf efst í mínum huga á þessum tíma (Pelle var svo langt í burtu orðið) svo einu sinni bauð hann mér upp á Sigmundastaði um páskana minnir mig en þá átti Jói þá og þar var fyrsta sjúddirarirei og ég bara 18 ára...þar hefur þú það Heiðrún....svo villtu ekki vita neitt meira??????

Einu sinni var Rakel og ég á sveitaballi í Brún og það átti að velja ungfrú Borgarfjörð en það voru svona fegurðarsamkeppnir út um allt land og ein valin frá hverri sýslu og ein skólasystir mín sem ég nefni ekki með nafni vildi ólm komast í en komst ekki, en þeir sem voru að velja voru alveg snarvitlausir í Rakel, vildu fá hana á svið til að vera með í keppninni en hún vildi það sko ekki, sagðist vera allt of gömul en þeir ætluðu aldrei að gefast upp og hún gerði það ekki heldur, svo önnur skólasystir mín var valin.....
Þetta voru aðrir tímar þá en mjög skemmtilegir, er bara búin að gleyma svo mörgu.

torsdag, juni 02, 2005

Framhald.....gamlir tímar

Ég var víst komin til Sverige. Veturinn var fyrst erfiður en varð betri og betri þegar ég fór að kynnast fólkinu, svíar voru kanski ekki alveg fljótir að taka ókunnuga inná sig þá 1969. Hryllilega er þetta langt síðan.
Ég er í rosalegu stuði allt í einu núna því ég var að kaupa mér stereogræjur á 990 kr (ekki notað) og er að spila íslenska diska...gaman.

Jólin voru líka erfið, ég var reyndar í Gullspång hjá Njáli og var stjanað við mig eins og prinsessu. Mamma hafði bakað súkkulaðibitakökur, hálfmána og smjörkökur og sendi með póstinum, (þá var pósturinn ekki svona dýr) þetta var dálítið í smábitum kanski en rosalega gott, en ekkert hangikét. Nú veturinn leið og svo nálgaðist vorið sem kom snemma að mínu mati í mars minnir mig. 'A veitingahúsinu sem ég vann voru margir fastagestir í hádeginu og þar á meðal nokkrir sætir ungir herramann sem voru mjög áhugasamir af okkur stelpunum innan við lúguna og vildu fá okkur út með sér, nú við slógum til eitt kvöldið og þar hitti ég einn sætan verkfræðing sem sýndi mér áhuga og hittumst við nokkrum sinnum, hann átti ekki heima í bænum, nú við buðum þeim í saumaklúbb með okkur stelpunum frá vinnustaðnum sem var mjög skemmtileg samkoma, en hvað við saumuðum er annað mál. Ekkert Ludo. Nú svo fóru þessir djentelmenn heim, vinnuverkefnið var búið og hann sá ég aldrei meira, held hann vinni í útvarpsstöð í Karlstað, en hann heitir svo algengu nafni....hann t.d. hjálpaði mér að flytja frá gömlu konunni en hann mátti ekki koma inn fyrir dyrnar til að bera dótið mitt fyrir henni.....kallahatari. En dýrkaði Tom Jones í sjónvarpinu. Ég flutti í annað stærra herbergi því Steina var væntanleg, svo við gætum búið þar báðar, fékk herbergi í einbýlishúsi á neðri hæð og voru 4 útleigð herbergi með sameiginlegu baði og eldhúskrók.
Amin vinkona var með strák sem var alltaf að reyna við mig þegar hann gat, hann var ógó, enda hættu þau fljótlega, sérstaklega eftir að ég sagði henni frá hvað hann var að reyna. Það var væntanlegt Tívolí í bæinn og það var sko viðburður fyrir mig, þá helgi var partý hjá Amin og hennar ógó kærasti tók með sér vinnufélaga sem nefndur er Pelle....þar hafið þið það. Ekkert Lúdo. Hann var voðalega skemmtilegur og bauð mér út í tivolí og við fórum í hin ýmsu tæki sem ég hafði aldrei verið með um áður. Hann fór með mig heim til foreldra og bræðra svo fljótlega var ég bara eins og systir þeirra og dóttir, kallaði þau líka morsan og farsan eins og þeir gerðu. Í lok maí var Steina væntanleg og ætluðu Pelle og Kalle að keyra mig á flugvöllinn til að sækja hana, þetta var voðalega gaman að fá hana eftir allan þennan tíma, svo við fjögur urðum óaðskiljanleg allt sumarið og gerðum mikið og margt skemmtilegt. Kalle varð voða skotin í Steinu og hún í honum, en samt varð aldrei neitt alvarlegt nema kossar á okkar tímabili. (Dagný med Bjögga)
Nú þetta skemmtilega sumar leið allt of fljótt, ég var ástfangin að ég hélt og langaði að vera áfram en vildi samt heim til að klára skólan og koma svo aftur, svo það var ákveðið á flugvellinum ha, ha, ha. Allir vita framhaldið þar sem var birt í sænskum blöðum.......og seinna meir í einu ísl.
Heim kom ég í byrjun september með krullur. Þvílíkar móttökur sem ég fékk, pabbi átti afmæli og systkyni mín vissu ekki af því að ég var að koma en fannst voða skrítið að mamma keypti blóm og setti upp í herbergi, Við komum mjög seint svo allir voru sofnaðir nema mamma og pabbi, svo um morguninn var Smári eitthvað forvitinn (leiðréttu mig Smári) og kíkti inn í mitt herbergi til að sjá af hverju blómin voru þar, sá einhvern krulluhaus í rúminu og hvarf aftur á bak dauðskelkaður, en ég kallaði svo hann fattaði þetta og svo var straumurinn af krökkum í herbergið, hélt það myndi aldrei hætta, Helga var líka með eins og venjulega. "Traustur vinur"
Núna læt ég þetta duga í nokkra daga og se til hvort einhver vill að ég haldi þessu áfram, fer eftir góðri músík......."ég hef alltaf verið veik fyrir svona strák sem geysast um á svona bát"
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com