eXTReMe Tracker

torsdag, september 23, 2004

Línudans

Sko, allt þetta vesen út af tveimur sófaborðum er dálítið gaman, eins og Katrín segir allir hugsa um stelpur og stráka bara ekki Jenny, enda sést það, hún þarf að frjósa í hel á næturnar í þessu húsi með sófaborðinu, bara að sófaborðið fái ekki frostskaða.......sko föðuramma mín átti þetta sófaborð sagði pabbi alltaf og það átti að koma í mina eigu af því ég var elst.....nú svo einhverra hluta vegna varð það eftir á klakanum þegar ég flutti og var alltaf í hálfgerðu reyðuleysi, hjá Heny varð það eftir einhverra hluta vegna og svo minnir mig að það hafi lent heima hjá Regínu og hennar þáverandi manni, Víði og bróður okkar, svo þá er það best komið hjá Jenny, en það voru margir sem vildu eiga það, látið mig vita um það og alls konar hótanir í því sambandi en förum ekkert nánar út í það, liðin tíð....
Jú, eins og fyrirsögnin hljóðar er ég að fara í Línudans, og þar þarf engan dansherra/konu, því maður dansar í beinni línu og þetta er eftir allskonar músík, ekki bara kantrý, svo þetta er rosalega gaman og maður svitnar....sko hendurnar eru ekki komnar í notkun ennþá en við prófuðum aðeins og þá fór allt í hönk, þegar maður þurfti að hugsa um þær líka, sem sagt maður verður þá eins og karlmaður, getur ekki gert 2 hluti samtímis...fyrr en eftir góða þjálfun ha, ha.
Kanski verður maður svo duglegur að maður kemst í elithópinn sem ferðast um allan heim ha, ha.
Núna í dag kom allt í einu sólin fram á himni, en það var gleðiefni því það er búið að rigna alveg rosalega mikið, óvenjulega mikið, en ég ætla nú ekki að þreyta ykkur á veðrinu núna og fer bara að koma mér af stað í dansinn.....á hjólinu mínu sko.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com