eXTReMe Tracker

söndag, mars 13, 2005

Sumarfrí um miðjan vetur

Jæja, núna eru bara nokkrir dagar eftir þar til ég fer heim, ég meina til Islands, en þá segi ég nú alltaf heim, af hverju gerir maður það? Það eru 12 ár síðan ég flutti, en ennþá segir maður "heim" Hvar á ég eiginlega heima? Þetta er furðuveröld þegar maður flytur landshorna á milli og veit ekki einu sinni hvar maður býr??
Hér kom bara allt í einu vetur eftir þetta fína vorveður i fleiri vikur (á vitlausum tíma), tók upp á því að snjóa og allt í kaos i Sverige á vegunum, mikið um slys og sérstaklega milli fluttningabíla og smábíla, fólk keyrir eins og hraðamerkingar segja þrátt fyrir hellings snjó.

Núna er söngvakeppnin búin hér í svíaríki, ég var ekki alveg sátt við lagið, það var svosem ekta Euvrovision lag og gott og sætur strákur sem flutti það. Markus Stenmark. Ég vildi að lagið sem var í öðru sæti hafi unnið, en svona er þetta allir geta ekki fengið sitt fram. Svo er að bíða fram í maí eftir öllum hinum lögunum.

Sagan um bláu bollurnar var þannig: Þegar ég bjó í sveitasælunni var ekki alltaf hægt að skreppa út í búð til að kaupa tilbúið kjötfars, svo ég þessi dugnaðar búkona á þeim tíma (það er annað núna) þurfti að malla þetta allt sjálf og kunni ekki mikið, en gerði heiðarlegar tilraunir. Það var til svo mikið kjöt á bænum, oft af heimaslátruðu og það var bara að hakka þetta kjöt sérstaklega ef það var af fullorðnu, ég átti þessa fínu Kitceneith (stafsetning ekki alveg kanski rétt) hrærivél og hakkavél til svo það varð að nota þessa tækni, svo ég hakkaði allt kjöt og svo þurfti ég að gera kjötfars og hræra út í hakkið allt mögulegt, hveiti, mjólk, kartöflumjöl og fleira og hræra í fleiri mínútur eða þar til vélin varð ofsa heit.......nú og úr þessu varð nokkurskonar kjötfars sem varð úr að ég sauð í bollur og liturinn varð ekki alveg eins og úr búðarkjötfarsi, svo Jenny fannst þetta bera "bláar" bollur, þannig kom þetta nafn til, en þær voru aldrei bláar úr búðarkjötfarsi, þá voru þær fallega bleikar ha, ha. Þá vitið þið það, þetta er komið til úr sveitasælunni.

Nei, núna verður bið á næsta bloggi gæti ég trúað því ég er að fara í sumarfrí til Islands svo við sjáum nú til hvern ég hitti og hvern ekki....en eitt er víst að ég hlakka mikið til að sjá ykkur og alla hina.

söndag, mars 06, 2005

Bláar bollur

Það hefur verið dálítil umræða á blogginu um "Bláar bollur"
Veit einhver af hverju bláu bollurnar fengu þeta nafn?
Ég veit....en þið?

Loksins er ég búin að finna gardínur fyrir stofuna hjá mér og það er sko svæsin litur, bara ágætt hjá mér, enginn vildi hjálpa mér með tillögur eða þannig svo ég fékk alveg að gera þetta ein.
Einnig keypti ég flotta baðmottu í svæsnum lit og nokkur handklæði í stíl.

Það er búið að vera alveg stórkostlegt veður alla vikunna og núna um helgina, var reyndar kallt í vikunni, einn morguninn var 20 stiga frost og svo glampandi sól alla daga, en dálítið kallt til að sitja á svölunum en þvotturinn þornaði þar.

Ég er svo hugmyndasnauð að skrifa núna svo ég set bara pungt.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com