eXTReMe Tracker

söndag, januari 21, 2007

Timi til komin, eða????



Ég bara má aldrei vera að því að skrifa í þetta blogg, er svo þreytt á kvöldin þegar ég er búin að vinna við tölvuna allan daginn að ég bara kveiki ekki á henni liggur við.
Núna erum við loksins búin að geta tvær tölvur að einni og núna er það mín sem er á gólfinu, en bara stutt því ég hef kaupanda að henni. Svo í dag pökkuðum við öllu auka dóti í kassa eða sameinuðum í kassana sem voru í og ofan á tölvuskápnum, tókum öll málverkin sem stóðu upp við vegginn í svefnherberginu, sem ég hef ekki hengt upp ennþá og svo tók ég niður nokkrar til að setja upp aðarar frá Stig, svo þetta keyrðum við í geymsluherbergið sem við leigjum þar til við flytjum í höllina (geðsjúkrahúsið, Guakshreiðrið), svo núna höfum við allt í einu hellings gólfpláss....sniðugt.
Við erum búin að breyta íbúð eða skipta fáum að taka þá sem er á efstu hæðinni í staðin fyrir á neðstu, en það eru 3 hæðir, hver hæð með 3,60 í lofthæð. Það er íbúðin efst á horninu, þetta verður glæsilegt. Myndirnar hér fyrir neðan eru úr eldhúsinu á samskonar íbúð frá hinum endanum á húsinu. Sjáið bara gluggana hvað þeir eru flottir, við fáum 14 svona glugga í allar áttir.

Svo það verður gaman að koma og heimsækja okkur á geðsjúkrahúsið.

Það kom allt í einu vetur í gær, snjóaði alveg helling svo maður svaf ekki í nótt fyrir ruðningstækjunum, voru hér fyrir utan kl 4,30 í nótt, en núna er hitinn undir frostmarki en ekki mikið, svo er bara að sjá til hvað þetta helst lengi við svona, allt í þessu fína ef snjórinn heldur sig á sama stað og að ekki snjói ofan á hann meira, og væri æðislegt ef þetta bara héldist svona í jan, feb og eitthvað fram í mars og svo kæmi vorið.
Að síðustu læt ég fylgja mynd af öllu Gaukshreiðrinu, sem reyndar heitir
Kristinapalatset á Marieberg . Hún lennti víst efst, en tekur sig alveg prýðilega út þar. Okkar er lengst til vinstri á efstu hæðinni, en verður ekki tilbúin fyrr en ca oktober, seinkar aðeins.
Hvernig líst ykkur á????? Komið með komment.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com