eXTReMe Tracker

söndag, september 12, 2004

Sveitalíf án vatns í krana....

Jæja, núna er ég komin heim eftir 3ja daga vistarveru í Dalalífi. Svoleiðis var að Kalle og Carina buðu okkur með í sumarparadísina þeirra alla helgina svo Pelle gæti hjálpað til að setja þakplötur á aukahús sem þau fluttu á svæðið. Nú við keyrum strax eftir hádegið´með í þeirra bíl og ég held ég vilji nú ekki fara í bíl aftur með Kalle sem bílstjóra, hann keyrði á 140 alla leiðina, þetta er venjulega 4urra tíma leið en vorum bara rúmlega 2 tíma. Annars var þetta æðislegt bara, nema að það er ekkert vatn í bústaðnum, maður þarf að ná í vatn í brúsa í þorpið......en svo er vatn sem er hægt að baða sig í en það var bara 16 gráðu hiti í því og það er sko ekki fyrir mig. Það er gufubaðstofa sem hann hefur látið byggja í einu húsinu og það er mjög notalegt, svo af því ég er svona hinseigin (vill ekki hoppa í vatnið á eftir) þá er stór vatnspottur sem er hægt að hita vatn í með viðarhitun svo þá er bara að standa nakinn fyrir neðan bátahúsið og skola sig og þvo sér.
Þeim innfæddu finnst þetta voðalega kósý að baða svona í vatninu og svo ef er þarna að vetri til er það erfitt.
Nú annað hefur ekki skeð þessa helgina við Carina fórum í gönguferðir í skóginum og tíndum bláber, aðalbláber sem eru dálítið ofþroskuð, einnig fann ég einhverja sort af krækiberjum en þau voru ekki eins og heima, en lík, en það tína ekki svíar...svo var auðvitað hellingur af sveppum og það alla vega sortum, en ég borða ekki þannig.....
Hei..núna kom Iris með sjónvarpið svo hún lendi ekki í sekt því hún er búin að afskrá það.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com