eXTReMe Tracker

söndag, december 26, 2004

Annar í jólum...og það sunnudagur...

Gleðilega rest öllsömul!
Þá er þessi stutta jólahelgi að verða búin. Þetta líður svo fljótt, enda bara 3 dagar.
Hjá okkur byrjuðu jólin um kl þrjú, en þá fórum við og borðuðum hjá Kalle og Carinu og Víðir var með líka, kom á fimmtudagskvöldinu. Nú hér er ekki bara ein sort af mat á aðfangadag, það er allur matur ársins á einu borði, má næstum segja. Það eru alla vega sortir af síld, kaldur lax og margar sortir af ólíkum fiski "Strömming" inlagður og útlagður eða þannig.....nú svo er skinkan sem er köld líka og allir svíar smyrja með sinnepi, svo eru svona stuttar pulsur (prinskorv) og þessar venjulegu litlu kjötbollur, pastei bökuð og bara nefna það, allt er á jólahlaðborðinu, svo þetta verður alltaf of mikill matur, allt er gott og þegar maður kemur svangur vill maður smakka af öllu og étur svo of mikið og það verða slagsmál i maganum og hann stendur út í allar áttir, norður, suður, vestur og austur og ég veit ekki hvað. Svo er étin þessi kalda skinka öll jólin á brauð með sinnepi og afgangurinn af þessu öllu.....þá er nú betra með íslenska jólamatinn, bara ein sort í einu. En þar sem við vorum í minni hluta þá var bara að hafa sænsk jól.

Í gær sátum við bara hér og borðuðum morgunverð þegar maður drattasðist á fætur og svo var smá íslendk jól, ég steikti skinkuna í ofni og gerði sinnepssósu með og við borðuðum heita með kartöflum og rauðkáli, það var svo gott. Ekkert gert nema horft á snjóin kyngja niður og það ekkert smá mikið en allt í góðu, sem þýðir að það snjóaði í logni...beint niður.
Í dag á að hafa lútfisk og uppstú. Víðir er farin til Gautaborgar aftur, betra að keyra í birtunni, svo hann missir af lútfisknum, en Lasse og pabbi þeirra koma í mat líka.

Nú á morgun er bara venjulegur vinnudagur aftur, ég ætla að vinna 4 daga og vera í fríi á fimmtudag. Pelle fer til Stokkhólms að vinna þessa daga, svo það er bara ágætt, gott að vera bara ein heima og ekki borða nema þegar ég er svöng.

Ég þurfti að fara í smá uppskurð síðasta miðvikudag, fékk enga smá ígerð í vísifingur hægri handar, sennilega hef ég slitið af naglaböndin, en ég hef nagað neglur eins og sælgæti undanfarið og þá verða naglaböndin líka fyrir barðinu, svo skólahjúkkan sendi mig upp á spítala til að láta athuga þetta þegar ekkert sem hún gerði gaf neina hjálp, svo þá var ég bara sprautuð með deyfingu og svo skorið og svo þarf ég að éta pensilín (antibiotika) í tíu daga og er það í fyrsta skipti á æfinni sem ég tek þessi lyf og svo sit ég á góðum stað í húsinu mjög oft, svo sennilega væri best fyrir mig að setja inn nokkur kellingablöð til að lesa þar, annars gegnur þetta svo fljótt fyrir sig svo ég þarf ekki að vera inni þar lengi ha, ha, ha. Góð megrun í jólamatarönninni:-)
En fingurinn er að verða venjulegur aftur í útliti og stærð.

Læt þetta nægja í þetta sinn , kanski skrifa ég í vikunni, hver veit.
Hafið það gott

tisdag, december 07, 2004

Frímerki

Mér finnst þetta vera svo furðulegt, ég er búin að vera til í rúm 50 ár og það er ennþá sama ógeðslega bragðið af frímerkjunum, sko þegar maður sleikir þau að aftan og setur þau svo á bréf eða kort. Þetta vonda bragð er í munninum í fleiri tíma á eftir, þótt ég fái mér kaffi, sem ég geri ekki núna......hvaða ráð er til að þetta sé ekki svona vont? Getur engin fundið upp t.d. kókósbragð eða jarðaberjabragð á þau eða eitthvað álíka? Setið í gang....

Sko þegar ég vann á póstinum voru til svona svamppúðar sem maður bleytti og ýtti frímerkjunum á svo maður slapp við að sleikja þau (samt var maður á launum), ég á ekkert svona, nema svampbút sem ég hreinsa með af andlitið á mér og ekki vil ég nota hann því þá verður andlitið á mér klístrað og vont bragð af mér:-) ekki svo að skilja að einhver fari að sleikja á mér andlitið, bara tilhugsuninn.

Þetta er allt jólunum að kenna, en þá vill maður gjarnan senda jólakveðju til vina og ættingja, en af því ég á heima í útlandinu frá ykkar sjónarhorni, þá þarf ég að kaupa svona klístruð frímerki, en ef þið ættuð öll heima í útlandinu hér, þá gæti ég keypt sjálflímandi frímerki, sem er algjör lúxus, en ég sendi engin jólakort hér í útlandinu, búin að leggja það niður. Og endilega þegar fólk er að mestu hætt að senda jólakort innanlands þá er hægt að finna upp svona sjállímandi frímerki....tilhvers? Af hverju er bara ekki hægt að hafa þetta ógeðslega bragð áfram úr því það er ekki sett á öll frímerki?
Hvað gera safnarar við svona frímerki? Eru þau eins mikils virði og þessi gömlu?
Annars eru svíar farnir að gera fleiri frímerki með alla vega fallegum myndum, ekki bara kónginum og drottningunni...en þið fáið frímerki með fuglum, en þessir fuglar eru sennilega ekki hættulegir, því þetta eru ekki farfuglar sem eiga heima í Thailandi og bera sjúkdóma, svo þið þurfið ekki að vera hrædd þegar þið fáið frímerkið.....góða skemmtun.

Gudrun Shyman er hætt í flokknum.....

lördag, december 04, 2004

SPA helgin

Jæja gott fólk....
Þetta fer að komast í gang aftur eftir þessa sorgardaga, en eins og Jenny segir, lífið heldur áfram.

Núna ætla ég að segja ykkur frá SPA helginni minni. Sko ég hélt ég ætti aldrei eftir að upplifa svona lúxus, en þegar ég varð fimmtug fékk ég gjafakort á Selma Lagerlöf hotel í Sunne sem er í Värmland. Þetta er rosalega stórt og flott hótel og sennilega ekki fyrir venjulegt fólk, þótt það hafi bara verið venjulegt fólk þarna, meira að segja fleiri hjón með börn frá fæðingaaldri og til ca 5-6 ára. Sko ég meina venjulegt fólk sem hefur venjulegar tekjur, því þetta er dýrt hótel. Bara eins manns herbergi (samt voru tvö rúm í mínu) kostar í sænskum krónum sinnum 10... 1995 kr, en þá er líka allt innifalið, sem er flottur kvöldverður þríréttaður, ekkert smá morgunverðarhlaðborð og svo hádegishlaðborð sem er það flottasta sem ég hef séð, svo fær maður að taka sér ávexti og djús allan daginn og kaffi/te, svo er margt innifalið líka eins og vatnaleikfimi, leikfimi og margt fleira.

Svo keypti ég mér meðferð sem heitir energíkúr og tekur 110 mín, kostar 1095.
Hún byrjar fyrst á að setja á mig skrúbb (svona krem með kornum í) og nuddar þessu um allan líkaman og það tvisvar, svo sturta ég það af mér, svo pakkar hún mér inn en fyrst makar hún á mig kremi sem er gert úr þara og eitthvað annað sem á að "balansera" kroppinn, og pakkað inn í hitapoka og settur ljósalampi yfir með einhverjum bláum geislum, nú svo er ég sett í nuddbað á eftir sem nuddar allan líkaman og einhverjar olíur hellt í vatnið, svo þegar það er búið er ég nudduð um fætur og tær og svo er gerð andlitsmeðferð líka og svo er hársvörðurinn nuddaður. Sko ég er næstum sveitt ennþá (þetta var i gær), þetta var ekkert smá notalegt og ég er bara algjörlega ný manneskja. Nú eftir morgunverð fór ég og synti heillengi fór í heita nuddpottinn og svo í vatnaleikfimi og aftur í nuddpottinn og gufu, þá var komin næstum hádegismatur og svo að fara heim. Þetta þyrftu allir að fá að njóta einu sinni á æfinni sko.
Iris....flyttu til Sunne og farðu að vinna þarna, sko þetta væri vinnustaður fyrir þig. Heyrimáttar.
Þá vitið þið það.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com