eXTReMe Tracker

tisdag, september 14, 2004

Sko, þetta er ekkert hlægilegt..

Í gær var ég búin að skrifa alveg helling og það var alveg þræl gott, en það fáið þið aldrei að vita elskurnar mínar.....nú svo eftir allt þetta skrif sendi ég þetta í bloggið.....en það fór eitthvað allt annað, kom upp að þessi síða sé ekki tilgengileg (veit ekki almennilega hvað það heitir á móðurmáli mínu) og svo hef ég gáð oft í dag en ekkert er þar, svona fór um vinnunna þá. En það þýðir ekki að vera leið, spæld eða súr, það er bara að halda áfram, segir Jenny.
Ég var farin að halda að talvan væri nú komin úr öllu sambandi því það var svo mikið þrumuveður í nótt, svo var meiriháttar kröftugur stormur með tilheyrandi rigningu og meira að segja rigndi frá hlið, svo ég vaknaði kl 4 við þetta allt saman en nennti ekki að fara fram til að taka tölvuna úr sambandi (kærulaus) fannst þetta ekki vera svo nálægt, en maður á að telja frá þrumunni að eldingunni og það þýðir kílómetrana frá húsinu, svo kl 5,30 kom engin smá kvellur og ekki hægt að telja því eldingin kom strax og útvarpsklukkan mín slokknaði, þá varð ég bara að fara fram og taka allt úr sambandi, svo þetta reddaðist. En þetta var svo kröftugt að það sló út öllu rafmagni í bara okkar húsi.
ég var að taka inn allar dýnur úr sumarhúsgögnunum inn áðan og fór svo í laaaangan göngutúr.
Ég held ég bara hætti núna svo þið fáið að lesa eitthvað frá mér, þýðir ekki að vera með "Blogg" og skrifa ekkert...eða hvað?
En hver hefur áhuga á að lesa eitthvað sem ég skrifa til allra, bara einhverja vitleysu sem ég er að hugsa um og hvað ég er að fást við þessa og þessa stundina?
Á morgun reyndar er ég að fara á námskeið til Karlstad allan daginn, ekkert sérlega spennandi en samt gaman að hitta fólk sem vinnur við sama prógram og ég og að fá að gera smanburð á vinnu, maður fær alla vega flottan mat því þetta er á flottu hóteli. Bara vonani ekki eitthvað með sveppum en sveppir flæða út um allt á þessum tíma, allt venjulegt fólk úti í skóginum að tína sveppi og allavega sortir, einn heitir Karl Johan, er stór og það er hægt að selja eitt kíló á 40 kr sænskar, Ítali sem kaupir upp allt sem er til sölu. Sá þetta í fréttunum alveg rétt áðan, ég er ekki svo kunnug sveppum, enda ét ég ekki sveppi, þeir vaxa á tánum á fólki.......samt ekki Karl Johan.
Núna verður þetta spennandi hvort síðan er tilgengileg núna......ýta
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com