eXTReMe Tracker

söndag, september 05, 2004

útlandsbúi skrifar

Jæja...þetta er bara ekki hægt að vera ekki alveg eins og allir hinir og eiga "blogg" síðu.
'Eg er nú ekki viss um að þetta hafi tekist hjá mér.......en ætla að prófa.
Þótt ég sé útlandsbúi þá er ég ánægð að eiga ekki heima í Flórída núna, engin smá fellibylur sem hefur dunið yfir þá over there.
'I gær var 3ja daga stæðsti markaður á Norðurlöndum í Filipsstad, sem er bara 50 km héðan, hann er árlegur og alltaf mikið fólk, næstum troðningur en yfirleitt gott veður og það brást ekki núna, því það var steikjandi hiti og sól og troðið af fólki. Ég keypti nú ekkert nema ökklasokka, 7 pör á 100 kr sænskar, enda var ég nýkomin heim úr verslunnarferð í Ullared, en þar er stæðsta vöruhús Evrópu undir einu og sama þakinu og hlægileg verð, sko engu líkt, enda keypti ég ekkert smá mikið. Fór í rútuferð þangað sem tekur 4,5 tíma með vinkonu minni og við skemmtum okkur konunglega við þetta....gaman að kaupa og kaupa.
'I dag var ég í afmæli hjá Teres sem varð 20 ára og svo flutti hún að heiman síðustu helgi líka til Jönköping en þar byrjaði hún í fjögurra ára námi í háskóla, eitthvað svipað nám og Jenny var á Bifröst. Þar fékk hún alveg nýbyggða íbúð sem var eingöngu byggt fyrir stútenta, voða flott.
'Eg veit nú ekki hvað ég á að reyna að skrifa, held ég láti þetta bara duga svona í fyrsta sinn, kanski verður ekkert úr þessu hjá mér og þá er ég búin að vera að puða við að skrifa helling, en ég skrifa nú ekki með einum putta heldur svo þetta er nú í lagi.
endilega skrifiði eitthvað sætt til mín.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com