eXTReMe Tracker

söndag, oktober 29, 2006

Ótrúlegt, alveg ótrúlegt bara???? Hvað?

Ég er svo hlessa, bara komst inn til að blogga nýtt blogg och sumarið búið, ég var alveg búin að gleyma hvernig ég kæmist inn til að blogga, en sko Jenny mundi það og hún er farin heim aftur, stutt stopp hjá þeim hjónakornum, en þau komu í heimsókn til Svíaríkis eina lúxus helgi. Gaman að því, nema hún var veik tvo daga, en gerði sitt besta í að vera með í búðum og þannig.

Hvað á ég að blogga um, jú, bráðum verð ég sambúi með Stig-Lennart, en hann flytur til mín í litlu íbúðina eftir nokkrar vikur eða miðjan nóv, svo flytjum við aftur ca í september í sameiginlega íbúð, ég meina sem við ákváðum sameiginlega að eiga heima í. Úr því Iris og Frikki gátu búið í 50 ferm, íbúð reddum við þessu, bara geymum húsgögnin í stórri geymslu á meðan.

Já, veturinn er komin aftur eftir stórkostlegt sumar...eða kanski ekki vetur, það eru búnar að vera tvær frostanætur hér en sól á daginn.

Eru hvalirnir alveg að fara með ykkur á skerinu?
Fara allar kvenkyns að byrja að prjóna núna í skamdeginu? Gott mál. Sumir tína skeljar líka skilst mér og aðrir að kafna í vinnu og félagsstarfi dótturinnar.....nefni engin nöfn.
Svo flytja sumir til næstum æskustöðvana sinna og minnast góðra tíma þaðan (eða hvað) það er svona þegar annar helmingurinn er frá æskustöðvunum sem dregur hinn....mér líst mjög vel á þetta hjá ykkur. Gott fyrir mig þegar ég kem í heimsókn að hafa tvær dætur á sama svæði, bíð bara eftir litla barninu líka á sama stað......??

Hef ekkert að segja, enda sennilega allir gefist upp á að kíkja á mitt gamla blogg...
Heyrumst bara.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com