eXTReMe Tracker

söndag, oktober 31, 2004

Sunnudagur eins og venjulega...

Já, ég virðist bara skrifa á sunnudögum, það er sennilega vegna þess að ég vinn á tölvu alla virka daga og nenni ekki að skrifa þegar ég kem heim, svo les ég vel og vandlega yfir bloggin á laugardögum en nenni samt ekki að skrifa, svo kemur sunnudagur og þá virðist sem ég sé farin að sakna að vinna við tölvuna, fæ fráhverfiseinkenni og sest niður til að skrifa. Bara mig vantar eitthvað að skrifa um.....greinarskil

Í dag var ég ekki að tína krækkling, hvað ætlar Regína að gera við 30 kg af kræklingi, mér finnst það vera dularfullt. Í gamla daga tók maður og hreinsaði kræklinginn úr skelinni og henti honum, maður vissi ekki þá hverskonar gull þetta var, þvoði skelina vel og vandlega og svo var þetta sett í dýragarðinn sem í voru leggir, horn og hin ýmsu bein frá bæði kindum og hvölum, bara man ekki hvað skeljarnar voru fyrir dýr...man einhver það?

Það var svo æðislegt veður hér í dag, glaða sólskin og þetta nærri 10 stiga hiti svo það var ekki hægt að vera inni að taka til, svo ég og Hjördis fórum í rúmlega klukkutíma röskan göngutúr aftur en núna í skóginum (og engin rigning) Hjördis er konan hans Hans sem fer með Pelle út að veiða, svo þessir veiðidagar eru okkur svo mikils metnir að við verulega njótum okkar, eg t.d. fór ekki upp úr rúminu fyrr en kl 9,30 og þá var búið að bakka klukkunni svo eiginlega var hún 10,30...sko ef þetta er ekki met hjá henni mér, þá veti ég ekki hvað.....nú svo enduðum við göngutúrinn á kaffihúsi og sátum þar í rúmlega klukkutíma við skemmtilegan félagsskap. ég svaf ekki svona lengi, er að lesa svo hryllilega spennandi bók, um fjölskyldu sem var sett í fangelsi (mamma og 6 börn) og voru það í 20 á mest út í eyðimörkinni, svo ég átti svo erfitt með að slíta mig frá bókinni, fyrr en ég varð bara að gera kaffi.....

Annars er bara ekkert nýtt, mig bara vantar einhvern til að koma með mér á SPA hótel í Sunne eina helgi og fá mér svona rosalega góða meðferð í nuddi og þvílíkum lúx...annars fer ég bara ein, en gjafakortið mitt frá því ég varð 50 ára er ekki hægt að framlengja lengur, búin að gera það tvisvar....svo um áramótin rennur það út, en þetta er ekki það ódýrasta.....en notalegt. Svo ef einhver vill kosta á sig lúxhelgi....þá bara.....

söndag, oktober 24, 2004

Rigningar..sunnudagur ohoooo

Það er rigning og ég sem ætlaði sko heldur betur að njóta mín alein heima (Pelle úti að veiða) og fara í langan kröftugan göngutúr, það verður að bíða aðeins, það styttir kanski upp þegar líður á daginn. annars átti þessi rigning að vera í gær og sól í dag, en þetta varð þveröfugt.
Greinarskil Katrín.....
Mig langar að segja ykkur smá góða sögu.....
Fyfir mörgum árum þegar Pelle var að vinna í Oslo keypti hann sér gamalt notað sjónvarp 21 tommu til að hafa í íbúðinni í Olso. Svo þegar Iris flytur hingað fékk hún aukatækið okkar til afnota, svo þegar hann hætti í Oslo kom þetta gamla tæki heim og við höfum notað það síðan svona sem extra....því við horfum ekki alltaf á sama prógram hjónin.
Greinarskil Katrín.....
Nú svo flutti Iris og kom með sjónvarpið svo þá var allt í einu 3 tæki á heimilinu, svo Pelle vildi bara fara með þetta gamla á "Loppis marknað og gefa það" en ég svona sló fram spurningunni í vinnunni hvort einhver vildi gamalt notað sjónvarp í herbegið hjá börnunum t.d. Þa´svarar ein sem ég vinn með, kona á mínum aldri með 3 börn frá 8-17 ára að það væri kanski ekki svo vitlaust að taka þessu tilboði því krakkarnir séu alltaf að kvarta yfir eina gamla sjónvarpinu á heimilinu sem er 16 tommur, með engri fjarstýringu og stundum margir árekstrar um val á prógrammi og þá þarf að kasta upp pening til að velja hvaða stöð á að horfa á. En hún getur aldrei tekið ákvaðranir sjálf, því það þarf alltaf að hafa fjölskyldufund ef eitthvað á að gera og ákveða hluti.
Greinarskil Katrín......
Daginn eftir kemur hún brosandi út að eyrum og segist hafa talað við bóndan (þau eru bændafólk) og hann samþykkt tillöguna, en þetta ætti að koma börnunum á óvart, svo ég fer með sjónvarpið í bílnum daginn eftir og bóndinn kemur í bíl sem næstum ekki hangir saman til að taka tækið og fjarstýringuna og hafa það tilbúið þegar krakkarnir koma úr skólanum.
Greinarskil Katrín......
Nú í gær laugardag var ég niðri í bæ að skoða í búðir og þegar ég kem heim er á númerabirtinum númerið frá bændafólkinu svo ég er alveg viss um að núna hefur þessi stórviðburður hjá fjölskyldunni ekki virkað......svo ég hringi til að athuga og viti menn, það sko virkaði, miðstrákurinn sem er 15 ára varð svo hissa og ánægður þegar hann kom heim að hann bara tók hendinni um hjartað og stynur erfiðlega hálf klökkur......N'YTT SJ'ONVARP....svo þá vildi hún bara hringja til að þakka fyrir þetta enn einu sinni og að það þurfti ekki að standa upp til að skipta um rás, var toppurinn, svo var hægt að sitja öll saman í sófanum og horfa.....sko þetta er eins á fyrstu árum sjónvarpsins ca 1954......Það er hægt að vera ánægður yfir litlu og hana nú.
Greinaskil Katrín.......
Var þetta ekki falleg saga svona í haustmyrkrinu? Maður verður svo ánægður þegar maður veit að maður getur gert einhvern svona ánægðan af litlu og fátæklegu.

Sko Katrín...mér líst ofsalega vel á þetta hjá þér að við gerum greinarskil það er mjög erfitt að lesa þetta í einni rumsu, sérstalkega þegar er litaskjár bakvið textan, Brynju síðu á ég mjög erfitt með að lesa með svona rautt á bakvið og dökkan skjá líka, en það er fallegt samt.


söndag, oktober 17, 2004

Húsmæðrorlof

Jæja, best að gefast upp í þessu þunglyndi, það er engin sem hjálpar mér, svo núna hristi ég af mér slenið því flugmiðinn hennar Irisar var tilbaka til Gardemoen í dag en hún kom ekki. Ég sem fór spes ferð til Noregs til að vera á staðnum þegar hún kæmi aftur.
Djók.....ég fór til að fara í húsmæðraorlof til Heiðrúnar. Fór með rútunni sem var alveg full af fólki og það allavega fólki, bæði skrítnu og venjulegu, ég fékk pláss í miðri rútunni nálægt klósettinu og það var svo mikil hlandlykt alla leiðina og konan sem sat fyrir framan var með svo sterkt ilmvatn svo augun mín áttu verulega bágt, enda fauk allur maskari af.
Nú Heiðrún beið mín þegar ég kom og við keyrðum heim til hennar settumst upp í sófa og kjöftuðum og fengum okkur snarl og horfðum á sjónvarpið, sko alveg algjör afslöppun, fórum svo að sofa frekar snemma, seint á minn mælikvaðra, en hvað um það, ég svaf alla nóttina, vaknaði svo að mér sýndist kl 7,30 varð grautfúl yfir þvi, og reyndi að sofna aftur en ákvað svo bara að lesa, sé þá að ég hef litið á klukkuna á hlið eða eitthvað, því klukkan var 9,30 og ég í hininsælu að hafa geta sofið svona lengi, skeður aldrei annars.
Smá útúrdúr: var orðin svo þreytt og yfirsifjuð því ég vaknaði alltaf kl 4 á hverri nóttu og gat ekki sofnað, var farin að gera smá vitleysur í vinnunni af þreytu, sofna næstum í kaffipásunum, svo ég ákvað að gera eitthvað í þessu, en vil ekki taka svefnmeðal, hef aldrei gert það, enda þarf að fara til læknis til að fá svefntöflur, svo ég arka niður í apótek einn daginn eftir vinnu og ætla að kaupa mér svona náttúrumeðal sem heitir Valerina, en sé svo að það er bara til að eiga auðveldara með að sofna, en það er ekki mitt vandamál, svo konan í apótekinu segir mér bara að prófa að taka eina töflu um miðja nótt....svo ég segi sí svona, það kanski dugar bara fyrir mig að kaupa þetta og geri það (70 kr sænskar), nú les svo á pakkan heima en hugsa sem svo, nei þetta vil ég ekki prófa ekki éta einhverjar töflur um miðja nótt, ég sem aldrei borða töflur...síðan hef ég sofið og vaknað við klukkuna korter í sex, svo þetta er frábært svefnmeðal í óopnuðum pakkanum á eldhúsborðinu. Prófið bara....svo þegar dagsetninginn rennur út þarf ég að kaupa meira ha, ha, ha.
Nú eftir morgunverð (er núna í Oslo) sem var líka næstum hádegimatur ákveðum við að labba niður í miðbæ Osloar með Cillu, það tók um hálf tíma svo bara löbbuðum við og löbbuðum um allan miðbæinn í nærri 4 tíma, settumst á útikaffe og fengum okkur kaffi og með því (Heiðrún reyndar kók) tókum svo trikken heim, Cilla var nú ekkert rosalega hrifin af trikken, vildi út í hvert sinn sem einhver fór af.....en hún var frábærlega góð.
Vorum að pæla í að fara í bíó um kvöldið en það voru engar myndir sem voru áhugaverðar, svo við horfðum bara á Hannibal í sjónvarpinu og átum popp. Svo í morgun sýndi hún´mér nýja staðin sem hún kanski flytur til og vinnunna sína og hún skúrar þar einu sinni í viku og gerði það núna og henti mér inn í herbergi sem er með svona rándýrum nuddbekk sem maður bara kveikir á og hann fer í gang, hann var nú mjög sniðugur en Iris er miklu betri, hún finnur þá þegar ég er slæm í rassakinninni eða í herðablaðinu og gefur Tryggerpoint þar, þessi stóll er ekki eins duglegur og hún sko, svo látið ekki plata ykkur að kaupa einhvern rándýran stól, pantið tíma hjá Irisi (með engri kommu), en þetta var ágætt hjá Heiðrúnu að láta mig bara liggja þarna í lok húsmæðraorlofshelgarinnar, nudd svona í restina, enda þá var ég ekkert að finna að þrifunum hjá henni ha, ha, ha. Þetta var svo fínt þarna og þrifalegt. Beint á móti IKEA.
Það var erfitt að sitja 4 klukkutíma í þröngri rútunni heim svo ég er að farast í hnjánum og VANTAR IRIS......til að nudda mig, hún bara fer burtu og þá þarf ég að fara að borga fyrir nudd..ekki sniðugt sko, en þegar ég kem heim næst fær hún að finna fyrir því.
Best að láta þetta flakka svo Rakel geti lesið, hún bíður eftir þessu spennusögu og ætlar að byrja að skrifa kommentar (athugasemd) en bara skrifaðu undir nafni því allir sem skrifa anonymt er fleigt út.....og hana nú. Þetta er orðið allt of langt, en vonandi fæ ég einhver kommando.

onsdag, oktober 06, 2004

Myrkur úti, myrkur inni, myrkur í sinni....

Þetta lítur nú ekki svona alvarlega út eins og fyrirsögnin, en það er myrkur úti, orðið ansi mikið haust. Í morgun þegar ég fór í vinnunna var kolsvarta myrkur svo það er komin tími á að bakka klukkunni en það eru 4 vikur eftir....en þá verður aðsien ljósara á morgnanna í smá tíma.
Ég var á flandri, þarf að vera á flandri næstu vikur....nei, það var félagsfundur í starfsmannafélaginu með mat og happdrætti og þannig tilheyrandi, svo ég er södd. Britt-Marie fékk happdrættisvinning, valdi bakpoka. Ágætt.
Ég fékk lánaðan lykilinn að íbúðinni sem Iris bjó í til að gá hvort hafi komið einhver póstur þangað til hennar en það var bara auglýsingar, engin lykill að þvottavélinni, svo hún þarf að leita í kössunum og senda hann hingað ef hún finnur hann. 'I búðin var rosalega tóm og ömurleg eitthvað svona án þeirra. Sófinn er seldur, vinnufélagi Pelle keypti hann og hin húsgögnin eru komin á loppis sem við ekki notum......
Við fórum með farangurinn hennar til Varberg svo við keyrðum 700 km þann daginn.
Ég hef ekkert að skrifa um, er bara öfundsjúk út í Borgnesinga.....

lördag, oktober 02, 2004

Frá og með í dag byrjar það......þunglyndið.

Þetta er sko ekkert gaman....
'I morgun (laugardag) keyrði ég Irisi á rútuna sem fór til Oslo, núna er hún alfarin í þetta sinn. Bara vonandi að hún komi aftur sem fyrst.
Það er svo skrýtið að þessar tilfinningar hef ég haft nokkrum sinnum áður, sko þegar Iris fór.
Fyrsta sinn þegar hún fór með pabba sínum þá tæplega 6 ára, þá kom svona tómleika tilfinning yfir mig, það var verið að rífa hluta af líkama mínum, hefði ekki verið sárara að rífa af mér handleggin svei mér þá. Annað sinn þegar Jenny fór í fyrsta sinn til USA. Þriðja sinn þegar við förum frá Jenny til Sverige. (Þá vildi hún ekki koma með). Fjórða sinn þegar Bjartur kom í sumar og fór með Kola í lestina, (það var nákvæmlega sama tillfinning og þegar Iris fór tæplega 6 ára) og núna fimmta sinn þegar Iris fór. Heiðrún hefur alltaf verið nær mér.
Hvað er maður að leggja á sig eiginlega? Hvað þolir maður mikið?
En svo er auðvitað annað í þessu að maður getur ekki lifað lífi barna sinna, þau verða að læra að lifa sínu lífi sjálf og þetta hefur eflaust verið sama sagan fyrir mína foreldra þegar ég t.d. flutti 16 ára til Sverige og svo öll hin 5 að heiman, misjafnlega langt þó.
En þið þurfið nú ekki að hafa áhyggjur af mér, ég det ekki í drykkju allavega, gæti aldrei orðið alki því þegar ég er búin að drekka 1-2 glös af rauðvíni með mat þá get ég ekki meira og hef enga lyst á meir og sterkt get ég bara ekki komið niður lengur, svo það er í góðu lagi. En það er annað sem mér finnst mjög slæmt og það er að ég borða meira og það mikið meira þegar ég er niðurdregin, svo það verða eflaust fleiri kíló framundan ha, ha.
En svo getur Iris skipt um skoðun til kl 10 á mánudagsmorgun......og þá snúum við við aftur til Kristinehamn með dótið hennar.....svo enn er von?????
Svo núna er allt í drasli hjá mér og ég að reyna að safna kröftum í að byrja að taka til og þvo...til að drekkja sorginni smá stund. Annars var Anita vinkona að spurja mig hvort ég vilji koma með henni í bíó í kvöld svo ég ætla að gera það.....
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com