eXTReMe Tracker

söndag, oktober 31, 2004

Sunnudagur eins og venjulega...

Já, ég virðist bara skrifa á sunnudögum, það er sennilega vegna þess að ég vinn á tölvu alla virka daga og nenni ekki að skrifa þegar ég kem heim, svo les ég vel og vandlega yfir bloggin á laugardögum en nenni samt ekki að skrifa, svo kemur sunnudagur og þá virðist sem ég sé farin að sakna að vinna við tölvuna, fæ fráhverfiseinkenni og sest niður til að skrifa. Bara mig vantar eitthvað að skrifa um.....greinarskil

Í dag var ég ekki að tína krækkling, hvað ætlar Regína að gera við 30 kg af kræklingi, mér finnst það vera dularfullt. Í gamla daga tók maður og hreinsaði kræklinginn úr skelinni og henti honum, maður vissi ekki þá hverskonar gull þetta var, þvoði skelina vel og vandlega og svo var þetta sett í dýragarðinn sem í voru leggir, horn og hin ýmsu bein frá bæði kindum og hvölum, bara man ekki hvað skeljarnar voru fyrir dýr...man einhver það?

Það var svo æðislegt veður hér í dag, glaða sólskin og þetta nærri 10 stiga hiti svo það var ekki hægt að vera inni að taka til, svo ég og Hjördis fórum í rúmlega klukkutíma röskan göngutúr aftur en núna í skóginum (og engin rigning) Hjördis er konan hans Hans sem fer með Pelle út að veiða, svo þessir veiðidagar eru okkur svo mikils metnir að við verulega njótum okkar, eg t.d. fór ekki upp úr rúminu fyrr en kl 9,30 og þá var búið að bakka klukkunni svo eiginlega var hún 10,30...sko ef þetta er ekki met hjá henni mér, þá veti ég ekki hvað.....nú svo enduðum við göngutúrinn á kaffihúsi og sátum þar í rúmlega klukkutíma við skemmtilegan félagsskap. ég svaf ekki svona lengi, er að lesa svo hryllilega spennandi bók, um fjölskyldu sem var sett í fangelsi (mamma og 6 börn) og voru það í 20 á mest út í eyðimörkinni, svo ég átti svo erfitt með að slíta mig frá bókinni, fyrr en ég varð bara að gera kaffi.....

Annars er bara ekkert nýtt, mig bara vantar einhvern til að koma með mér á SPA hótel í Sunne eina helgi og fá mér svona rosalega góða meðferð í nuddi og þvílíkum lúx...annars fer ég bara ein, en gjafakortið mitt frá því ég varð 50 ára er ekki hægt að framlengja lengur, búin að gera það tvisvar....svo um áramótin rennur það út, en þetta er ekki það ódýrasta.....en notalegt. Svo ef einhver vill kosta á sig lúxhelgi....þá bara.....
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com