eXTReMe Tracker

söndag, oktober 17, 2004

Húsmæðrorlof

Jæja, best að gefast upp í þessu þunglyndi, það er engin sem hjálpar mér, svo núna hristi ég af mér slenið því flugmiðinn hennar Irisar var tilbaka til Gardemoen í dag en hún kom ekki. Ég sem fór spes ferð til Noregs til að vera á staðnum þegar hún kæmi aftur.
Djók.....ég fór til að fara í húsmæðraorlof til Heiðrúnar. Fór með rútunni sem var alveg full af fólki og það allavega fólki, bæði skrítnu og venjulegu, ég fékk pláss í miðri rútunni nálægt klósettinu og það var svo mikil hlandlykt alla leiðina og konan sem sat fyrir framan var með svo sterkt ilmvatn svo augun mín áttu verulega bágt, enda fauk allur maskari af.
Nú Heiðrún beið mín þegar ég kom og við keyrðum heim til hennar settumst upp í sófa og kjöftuðum og fengum okkur snarl og horfðum á sjónvarpið, sko alveg algjör afslöppun, fórum svo að sofa frekar snemma, seint á minn mælikvaðra, en hvað um það, ég svaf alla nóttina, vaknaði svo að mér sýndist kl 7,30 varð grautfúl yfir þvi, og reyndi að sofna aftur en ákvað svo bara að lesa, sé þá að ég hef litið á klukkuna á hlið eða eitthvað, því klukkan var 9,30 og ég í hininsælu að hafa geta sofið svona lengi, skeður aldrei annars.
Smá útúrdúr: var orðin svo þreytt og yfirsifjuð því ég vaknaði alltaf kl 4 á hverri nóttu og gat ekki sofnað, var farin að gera smá vitleysur í vinnunni af þreytu, sofna næstum í kaffipásunum, svo ég ákvað að gera eitthvað í þessu, en vil ekki taka svefnmeðal, hef aldrei gert það, enda þarf að fara til læknis til að fá svefntöflur, svo ég arka niður í apótek einn daginn eftir vinnu og ætla að kaupa mér svona náttúrumeðal sem heitir Valerina, en sé svo að það er bara til að eiga auðveldara með að sofna, en það er ekki mitt vandamál, svo konan í apótekinu segir mér bara að prófa að taka eina töflu um miðja nótt....svo ég segi sí svona, það kanski dugar bara fyrir mig að kaupa þetta og geri það (70 kr sænskar), nú les svo á pakkan heima en hugsa sem svo, nei þetta vil ég ekki prófa ekki éta einhverjar töflur um miðja nótt, ég sem aldrei borða töflur...síðan hef ég sofið og vaknað við klukkuna korter í sex, svo þetta er frábært svefnmeðal í óopnuðum pakkanum á eldhúsborðinu. Prófið bara....svo þegar dagsetninginn rennur út þarf ég að kaupa meira ha, ha, ha.
Nú eftir morgunverð (er núna í Oslo) sem var líka næstum hádegimatur ákveðum við að labba niður í miðbæ Osloar með Cillu, það tók um hálf tíma svo bara löbbuðum við og löbbuðum um allan miðbæinn í nærri 4 tíma, settumst á útikaffe og fengum okkur kaffi og með því (Heiðrún reyndar kók) tókum svo trikken heim, Cilla var nú ekkert rosalega hrifin af trikken, vildi út í hvert sinn sem einhver fór af.....en hún var frábærlega góð.
Vorum að pæla í að fara í bíó um kvöldið en það voru engar myndir sem voru áhugaverðar, svo við horfðum bara á Hannibal í sjónvarpinu og átum popp. Svo í morgun sýndi hún´mér nýja staðin sem hún kanski flytur til og vinnunna sína og hún skúrar þar einu sinni í viku og gerði það núna og henti mér inn í herbergi sem er með svona rándýrum nuddbekk sem maður bara kveikir á og hann fer í gang, hann var nú mjög sniðugur en Iris er miklu betri, hún finnur þá þegar ég er slæm í rassakinninni eða í herðablaðinu og gefur Tryggerpoint þar, þessi stóll er ekki eins duglegur og hún sko, svo látið ekki plata ykkur að kaupa einhvern rándýran stól, pantið tíma hjá Irisi (með engri kommu), en þetta var ágætt hjá Heiðrúnu að láta mig bara liggja þarna í lok húsmæðraorlofshelgarinnar, nudd svona í restina, enda þá var ég ekkert að finna að þrifunum hjá henni ha, ha, ha. Þetta var svo fínt þarna og þrifalegt. Beint á móti IKEA.
Það var erfitt að sitja 4 klukkutíma í þröngri rútunni heim svo ég er að farast í hnjánum og VANTAR IRIS......til að nudda mig, hún bara fer burtu og þá þarf ég að fara að borga fyrir nudd..ekki sniðugt sko, en þegar ég kem heim næst fær hún að finna fyrir því.
Best að láta þetta flakka svo Rakel geti lesið, hún bíður eftir þessu spennusögu og ætlar að byrja að skrifa kommentar (athugasemd) en bara skrifaðu undir nafni því allir sem skrifa anonymt er fleigt út.....og hana nú. Þetta er orðið allt of langt, en vonandi fæ ég einhver kommando.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com