eXTReMe Tracker

söndag, oktober 24, 2004

Rigningar..sunnudagur ohoooo

Það er rigning og ég sem ætlaði sko heldur betur að njóta mín alein heima (Pelle úti að veiða) og fara í langan kröftugan göngutúr, það verður að bíða aðeins, það styttir kanski upp þegar líður á daginn. annars átti þessi rigning að vera í gær og sól í dag, en þetta varð þveröfugt.
Greinarskil Katrín.....
Mig langar að segja ykkur smá góða sögu.....
Fyfir mörgum árum þegar Pelle var að vinna í Oslo keypti hann sér gamalt notað sjónvarp 21 tommu til að hafa í íbúðinni í Olso. Svo þegar Iris flytur hingað fékk hún aukatækið okkar til afnota, svo þegar hann hætti í Oslo kom þetta gamla tæki heim og við höfum notað það síðan svona sem extra....því við horfum ekki alltaf á sama prógram hjónin.
Greinarskil Katrín.....
Nú svo flutti Iris og kom með sjónvarpið svo þá var allt í einu 3 tæki á heimilinu, svo Pelle vildi bara fara með þetta gamla á "Loppis marknað og gefa það" en ég svona sló fram spurningunni í vinnunni hvort einhver vildi gamalt notað sjónvarp í herbegið hjá börnunum t.d. Þa´svarar ein sem ég vinn með, kona á mínum aldri með 3 börn frá 8-17 ára að það væri kanski ekki svo vitlaust að taka þessu tilboði því krakkarnir séu alltaf að kvarta yfir eina gamla sjónvarpinu á heimilinu sem er 16 tommur, með engri fjarstýringu og stundum margir árekstrar um val á prógrammi og þá þarf að kasta upp pening til að velja hvaða stöð á að horfa á. En hún getur aldrei tekið ákvaðranir sjálf, því það þarf alltaf að hafa fjölskyldufund ef eitthvað á að gera og ákveða hluti.
Greinarskil Katrín......
Daginn eftir kemur hún brosandi út að eyrum og segist hafa talað við bóndan (þau eru bændafólk) og hann samþykkt tillöguna, en þetta ætti að koma börnunum á óvart, svo ég fer með sjónvarpið í bílnum daginn eftir og bóndinn kemur í bíl sem næstum ekki hangir saman til að taka tækið og fjarstýringuna og hafa það tilbúið þegar krakkarnir koma úr skólanum.
Greinarskil Katrín......
Nú í gær laugardag var ég niðri í bæ að skoða í búðir og þegar ég kem heim er á númerabirtinum númerið frá bændafólkinu svo ég er alveg viss um að núna hefur þessi stórviðburður hjá fjölskyldunni ekki virkað......svo ég hringi til að athuga og viti menn, það sko virkaði, miðstrákurinn sem er 15 ára varð svo hissa og ánægður þegar hann kom heim að hann bara tók hendinni um hjartað og stynur erfiðlega hálf klökkur......N'YTT SJ'ONVARP....svo þá vildi hún bara hringja til að þakka fyrir þetta enn einu sinni og að það þurfti ekki að standa upp til að skipta um rás, var toppurinn, svo var hægt að sitja öll saman í sófanum og horfa.....sko þetta er eins á fyrstu árum sjónvarpsins ca 1954......Það er hægt að vera ánægður yfir litlu og hana nú.
Greinaskil Katrín.......
Var þetta ekki falleg saga svona í haustmyrkrinu? Maður verður svo ánægður þegar maður veit að maður getur gert einhvern svona ánægðan af litlu og fátæklegu.

Sko Katrín...mér líst ofsalega vel á þetta hjá þér að við gerum greinarskil það er mjög erfitt að lesa þetta í einni rumsu, sérstalkega þegar er litaskjár bakvið textan, Brynju síðu á ég mjög erfitt með að lesa með svona rautt á bakvið og dökkan skjá líka, en það er fallegt samt.


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com