eXTReMe Tracker

lördag, december 04, 2004

SPA helgin

Jæja gott fólk....
Þetta fer að komast í gang aftur eftir þessa sorgardaga, en eins og Jenny segir, lífið heldur áfram.

Núna ætla ég að segja ykkur frá SPA helginni minni. Sko ég hélt ég ætti aldrei eftir að upplifa svona lúxus, en þegar ég varð fimmtug fékk ég gjafakort á Selma Lagerlöf hotel í Sunne sem er í Värmland. Þetta er rosalega stórt og flott hótel og sennilega ekki fyrir venjulegt fólk, þótt það hafi bara verið venjulegt fólk þarna, meira að segja fleiri hjón með börn frá fæðingaaldri og til ca 5-6 ára. Sko ég meina venjulegt fólk sem hefur venjulegar tekjur, því þetta er dýrt hótel. Bara eins manns herbergi (samt voru tvö rúm í mínu) kostar í sænskum krónum sinnum 10... 1995 kr, en þá er líka allt innifalið, sem er flottur kvöldverður þríréttaður, ekkert smá morgunverðarhlaðborð og svo hádegishlaðborð sem er það flottasta sem ég hef séð, svo fær maður að taka sér ávexti og djús allan daginn og kaffi/te, svo er margt innifalið líka eins og vatnaleikfimi, leikfimi og margt fleira.

Svo keypti ég mér meðferð sem heitir energíkúr og tekur 110 mín, kostar 1095.
Hún byrjar fyrst á að setja á mig skrúbb (svona krem með kornum í) og nuddar þessu um allan líkaman og það tvisvar, svo sturta ég það af mér, svo pakkar hún mér inn en fyrst makar hún á mig kremi sem er gert úr þara og eitthvað annað sem á að "balansera" kroppinn, og pakkað inn í hitapoka og settur ljósalampi yfir með einhverjum bláum geislum, nú svo er ég sett í nuddbað á eftir sem nuddar allan líkaman og einhverjar olíur hellt í vatnið, svo þegar það er búið er ég nudduð um fætur og tær og svo er gerð andlitsmeðferð líka og svo er hársvörðurinn nuddaður. Sko ég er næstum sveitt ennþá (þetta var i gær), þetta var ekkert smá notalegt og ég er bara algjörlega ný manneskja. Nú eftir morgunverð fór ég og synti heillengi fór í heita nuddpottinn og svo í vatnaleikfimi og aftur í nuddpottinn og gufu, þá var komin næstum hádegismatur og svo að fara heim. Þetta þyrftu allir að fá að njóta einu sinni á æfinni sko.
Iris....flyttu til Sunne og farðu að vinna þarna, sko þetta væri vinnustaður fyrir þig. Heyrimáttar.
Þá vitið þið það.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com