eXTReMe Tracker

tisdag, december 07, 2004

Frímerki

Mér finnst þetta vera svo furðulegt, ég er búin að vera til í rúm 50 ár og það er ennþá sama ógeðslega bragðið af frímerkjunum, sko þegar maður sleikir þau að aftan og setur þau svo á bréf eða kort. Þetta vonda bragð er í munninum í fleiri tíma á eftir, þótt ég fái mér kaffi, sem ég geri ekki núna......hvaða ráð er til að þetta sé ekki svona vont? Getur engin fundið upp t.d. kókósbragð eða jarðaberjabragð á þau eða eitthvað álíka? Setið í gang....

Sko þegar ég vann á póstinum voru til svona svamppúðar sem maður bleytti og ýtti frímerkjunum á svo maður slapp við að sleikja þau (samt var maður á launum), ég á ekkert svona, nema svampbút sem ég hreinsa með af andlitið á mér og ekki vil ég nota hann því þá verður andlitið á mér klístrað og vont bragð af mér:-) ekki svo að skilja að einhver fari að sleikja á mér andlitið, bara tilhugsuninn.

Þetta er allt jólunum að kenna, en þá vill maður gjarnan senda jólakveðju til vina og ættingja, en af því ég á heima í útlandinu frá ykkar sjónarhorni, þá þarf ég að kaupa svona klístruð frímerki, en ef þið ættuð öll heima í útlandinu hér, þá gæti ég keypt sjálflímandi frímerki, sem er algjör lúxus, en ég sendi engin jólakort hér í útlandinu, búin að leggja það niður. Og endilega þegar fólk er að mestu hætt að senda jólakort innanlands þá er hægt að finna upp svona sjállímandi frímerki....tilhvers? Af hverju er bara ekki hægt að hafa þetta ógeðslega bragð áfram úr því það er ekki sett á öll frímerki?
Hvað gera safnarar við svona frímerki? Eru þau eins mikils virði og þessi gömlu?
Annars eru svíar farnir að gera fleiri frímerki með alla vega fallegum myndum, ekki bara kónginum og drottningunni...en þið fáið frímerki með fuglum, en þessir fuglar eru sennilega ekki hættulegir, því þetta eru ekki farfuglar sem eiga heima í Thailandi og bera sjúkdóma, svo þið þurfið ekki að vera hrædd þegar þið fáið frímerkið.....góða skemmtun.

Gudrun Shyman er hætt í flokknum.....

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com