eXTReMe Tracker

fredag, april 29, 2005

Valborg

Hér er haldið upp á "Valborg" svo 30 apríl er alltaf Valborgsmässoafton hér með brennu og tilheyrandi og miklu fylleríi á unglingunum, en núna er að byrja að rigna svo það er mjög vinsælt fyrir foreldra, þá blotna unglingarnir meira að utan þvi þau nenna varla að vera úti.
Á ekki fyrrverandi forseti Islands afmæli þá? Sko Vigdís? Ég var nefnilega spurð að því hér um daginn...hef ég rétt fyrir mér?

Ég er búin að fá draumaíbúðina mína, hann/hún tók mínu tilboði svo ég flyt eftir fjóra mánuði ca.
Annars ætlaði ég að fá hjálp hjá Rakel Ernu litlu frænku til að flytja en það tókst ekki, svo ég fer bara með hana út að hjóla og hjóla endalaust, hún er búin að lofa að þjálfa sig á hverjum degi, hjóla upp að Bjargi á hverjum degi og ef hún nennir því ekki einn daginn þá syndir hún í staðin, ekki upp að Bjargi reyndar, en í stóru fínu sundlauginni.

Svo þetta með hann Skarphéðinn, litla bróður.....hann er bara ekki lengur svo lítill, ætlar að verða 50 ára 7. maí, sko mér finnst þetta ábyrgðaleysi að vera svona gamall, ekki er ég svona gömul eða?
Veit hann af þessu drengurinn?
Ætlar hann að gera eins og mamma gerði forðum sennilega þegar hún varð 50 ára, vera að heiman.......sem þýðir, slökkva öll ljósin og sitja inni í stofu......en þá má sjónvarpið ekki vera á. Mamma ætlaði sko að heiman en eins og venjulega þegar hún var búin að plana einhverja ferð þá varð vitlaust veður og það varð þannig þennan fræga dag í febrúar, svo þá virkaði myrkrið ágætlega ha, ha.

måndag, april 25, 2005

Evrovision

Bráðum er stóri dagurinn eða laugardagskvöldið þegar allir taka sér sæti fyrir framam skjáin með popp, pizzu og kók eða eitthvað annað gott....21 maí.
Akkúrat núna er verið að kynna fyrstu 9 lögin sem taka þátt og það er heill sjónvarpsþáttur (klukkutími) með dómurum frá öllum norðurlöndunum og það er Eriríkur Haukson fyrir Islands hönd (var líka í fyrra) svo er ég bara að hlusta og skrifa áðan þá komu smábitar úr öllum íslensku lögunum sem hafa tekið þátt, gaman að sjá þetta og heyra, en að sjá klæðnaðinn svona mörgum árum á eftir ha, ha, ha. Sniðugt.

Í dag fann ég drauma íbúðina mína á drauma staðnum í bænum, 8 mín gangur frá skólanum sem ég vinn í. Þar eru 3 stórar blokkir með 4 stigagöngum hver og þessi var í fyrsta húsinu á 4 hæð af 6, frábært útsýni yfir allan bæinn (flott á gamlárs) og út á vatnið þar sem allir bátarnir og skúturnar sigla og svo fluttningaskipin frá Gautaborg. Þetta er svona Bústadsréttur, þar sem ég kaupi hluta í íbúðinni fyrir visst verð og borga svo leigu, kaupverð fer eftir eftirspurn hverju sinni og núna er eftirspurn svo hún gæti hækkað, en fer eftir hver býður hæðst. Þær hafa verið að fara á þetta 40-50 þú sænskar fer eftir ástandi. Þetta er tveggja herb íbúð 63,5 kvadratmetri, alveg perfekt fyrir mig eina. Eldhúsið og svefnherb, er út að skóginum og stofan hefur sól allan eftirmiðdaginn, stórar svalir með svona skýli sem maður vefur niður. Æðislega flott uppgerð, þarf bara að flytja inn, allt er uppgert, þarf sennilega bara að betrekkja svefnherbergið og meira að segja litirnir passa mér. Svo núna er bara að bjóða og reyna að fá. Ég er held ég tilbúin að bjóða upp í 60 þús ef einhver samkeppni er, en það er ekki búið að auglýsa hana og þau ætla ekki að gera það en það þarf ekki með þessar íbúðir, þær seljast af afspurn.....svo það gildir að hafa budduna í lagi......En þau bara vita ekki alveg hvenær þau geta flutt því þau gera upp raðhús, svo ég er í svona bið......bara að vona.

Ég prófaði í fyrsta sinn í dag að labba með göngustafi, æðislegt, Jenny þetta væri fyrir þig. Bindur bara Emil við mittið á þér. Konan í næsta stigagangi lánaði mér og við fórum á svona gönguleið í skóginum sem er 5,5 km og tók okkur 45 mín. Mjög gott fyrir bakið, maður notar alla vöðva, fyrir axlir hrygg og auðvitað hina alla líka.

måndag, april 18, 2005

Vorið er komið og grundirnar gróa!!

Nei, þetta gengur ekki lengur þetta bloggleysi, bara ekkert að ske. Nokkrar hræður sem reyna að halda í þessu lífinu og við stöndum okkur ekki...svo áfram með BLOGGIÐ.

'Eg ætla að gera tilraun og skrifa smá. Heiðrún sagði að ég gæti skrifað um ferðina mína til Islands, engum finnst gaman að lesa það???? Ég bara var þar, borðaði, svaf og heimsótti mitt fólk og lenti svo í fermingarveislu að auki, það var sko aldeilis skemmtilegt, hitti þá ennþá fleira fólk af minni ætt en ég hefði gert annars. Veðrið var líka svo frábært allan tíman. Páskahretið lét sig samt ekki vanta en bara fattaði ekki að páskunum var flýtt um nokkrar vikur, svo þetta var í góðum málum.

Ég var að borða alveg æðislega góðan mat núna og er svo södd og sæl. Fiskibíllin var í bænum og hann átti ýsu, sem var meira að segja glæný, svo ég sauð mér kartöflur og ýsufisk og borðaði með smjöri stöppuðu saman við...ummmmmm besti matur í heima. Algjört æði.

Ég verð nú að segja eins og Heiðrún að mér hálf leiðsit svona eftir að hafa verið í svona góðu yfirlæti á Islandi, en mér líður miklu betur eftir að ég flutti frá Pelle svo ég er alls ekki meira einmanna núna en þá, þá þurfti ég alltaf að hugsa um að hann var einhversstaðar að klappa bátnum eða í gufunni með hinum köllunum (veit ekki hvort hann klappaði þeim) og svo ef honum þóknaðist að vera heima var hundleiðinlegt, hann sat yfir sínum íþróttum í hinu herberginu og hraut og ég í stofunni...núna get ég bara gert það sem mér sýnist og hvenær sem mér sýnist. Ég þarf að fara að byrja að hekla aftur, svona dúka og aftur dúka...Heiðrún kemurðu í saumaklúbb? Nú eða samanhangandi pottaleppa. Nei núna er vorið að koma og þá er ég úti að hjóla eins mikið og ég get og labba og labba og kaupi mjúkan ís við Picasso sem er sá besti í heimi, en í gær var svo löng biðröð út á götu að ég bara settist á klöpp og horfði á sólina og alla kallana á sínum flottu mótórhjólum, brumma framhjá. Maður bara sér þá ekki fyrir hjálmi og svona glerrúðu fyrir andlitinu, svo öll vit fyllist ekki af flugum.
Ég fékk ráð hjá Regínu að fara inná einkamál og spjalla við kalla, en ég er ekki farin ennþá....hef ekki alveg áhuga ennþá, nýt þess að vera svona ein.

Þetta með Stefaníu og alla hennar vinnu er bara að ganga út í öfgar...hún hefur bara engan tíma orðið stelpan sú að sinna allri fjölskyldunni lengur. Hver getur leyst hana af? Sko við að sinna okkur öllum?
Ég fór til Gautaborgar síðustu helgi að heimsækja Víðir bróðir og það var mjög svo notalegt, við skruppum á svona markað og hefði verið heitara í veðri og sól hefði maður getað haldið að maður hafi verið í einhverju suðrænu landi....ekki mikið að svíum nema til að forvitnast, þarna var sellt allt milli himins og jarðar og að mestu sem seljendur hafa stolið, svo fólk sem verður fyrir því að húsin þeirra eru rænd á meðan þau eru í sumarfríi geta bara farið þangað og séð allt sitt dót og ef þau ætla að taka það verða hnífaslagsmál og læti....en þetta var gaman að sjá þennan markað.

Læt þetta duga að sinni og hana nú.....
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com