Vorið er komið og grundirnar gróa!!
Nei, þetta gengur ekki lengur þetta bloggleysi, bara ekkert að ske. Nokkrar hræður sem reyna að halda í þessu lífinu og við stöndum okkur ekki...svo áfram með BLOGGIÐ.
'Eg ætla að gera tilraun og skrifa smá. Heiðrún sagði að ég gæti skrifað um ferðina mína til Islands, engum finnst gaman að lesa það???? Ég bara var þar, borðaði, svaf og heimsótti mitt fólk og lenti svo í fermingarveislu að auki, það var sko aldeilis skemmtilegt, hitti þá ennþá fleira fólk af minni ætt en ég hefði gert annars. Veðrið var líka svo frábært allan tíman. Páskahretið lét sig samt ekki vanta en bara fattaði ekki að páskunum var flýtt um nokkrar vikur, svo þetta var í góðum málum.
Ég var að borða alveg æðislega góðan mat núna og er svo södd og sæl. Fiskibíllin var í bænum og hann átti ýsu, sem var meira að segja glæný, svo ég sauð mér kartöflur og ýsufisk og borðaði með smjöri stöppuðu saman við...ummmmmm besti matur í heima. Algjört æði.
Ég verð nú að segja eins og Heiðrún að mér hálf leiðsit svona eftir að hafa verið í svona góðu yfirlæti á Islandi, en mér líður miklu betur eftir að ég flutti frá Pelle svo ég er alls ekki meira einmanna núna en þá, þá þurfti ég alltaf að hugsa um að hann var einhversstaðar að klappa bátnum eða í gufunni með hinum köllunum (veit ekki hvort hann klappaði þeim) og svo ef honum þóknaðist að vera heima var hundleiðinlegt, hann sat yfir sínum íþróttum í hinu herberginu og hraut og ég í stofunni...núna get ég bara gert það sem mér sýnist og hvenær sem mér sýnist. Ég þarf að fara að byrja að hekla aftur, svona dúka og aftur dúka...Heiðrún kemurðu í saumaklúbb? Nú eða samanhangandi pottaleppa. Nei núna er vorið að koma og þá er ég úti að hjóla eins mikið og ég get og labba og labba og kaupi mjúkan ís við Picasso sem er sá besti í heimi, en í gær var svo löng biðröð út á götu að ég bara settist á klöpp og horfði á sólina og alla kallana á sínum flottu mótórhjólum, brumma framhjá. Maður bara sér þá ekki fyrir hjálmi og svona glerrúðu fyrir andlitinu, svo öll vit fyllist ekki af flugum.
Ég fékk ráð hjá Regínu að fara inná einkamál og spjalla við kalla, en ég er ekki farin ennþá....hef ekki alveg áhuga ennþá, nýt þess að vera svona ein.
Þetta með Stefaníu og alla hennar vinnu er bara að ganga út í öfgar...hún hefur bara engan tíma orðið stelpan sú að sinna allri fjölskyldunni lengur. Hver getur leyst hana af? Sko við að sinna okkur öllum?
Ég fór til Gautaborgar síðustu helgi að heimsækja Víðir bróðir og það var mjög svo notalegt, við skruppum á svona markað og hefði verið heitara í veðri og sól hefði maður getað haldið að maður hafi verið í einhverju suðrænu landi....ekki mikið að svíum nema til að forvitnast, þarna var sellt allt milli himins og jarðar og að mestu sem seljendur hafa stolið, svo fólk sem verður fyrir því að húsin þeirra eru rænd á meðan þau eru í sumarfríi geta bara farið þangað og séð allt sitt dót og ef þau ætla að taka það verða hnífaslagsmál og læti....en þetta var gaman að sjá þennan markað.
Læt þetta duga að sinni og hana nú.....
'Eg ætla að gera tilraun og skrifa smá. Heiðrún sagði að ég gæti skrifað um ferðina mína til Islands, engum finnst gaman að lesa það???? Ég bara var þar, borðaði, svaf og heimsótti mitt fólk og lenti svo í fermingarveislu að auki, það var sko aldeilis skemmtilegt, hitti þá ennþá fleira fólk af minni ætt en ég hefði gert annars. Veðrið var líka svo frábært allan tíman. Páskahretið lét sig samt ekki vanta en bara fattaði ekki að páskunum var flýtt um nokkrar vikur, svo þetta var í góðum málum.
Ég var að borða alveg æðislega góðan mat núna og er svo södd og sæl. Fiskibíllin var í bænum og hann átti ýsu, sem var meira að segja glæný, svo ég sauð mér kartöflur og ýsufisk og borðaði með smjöri stöppuðu saman við...ummmmmm besti matur í heima. Algjört æði.
Ég verð nú að segja eins og Heiðrún að mér hálf leiðsit svona eftir að hafa verið í svona góðu yfirlæti á Islandi, en mér líður miklu betur eftir að ég flutti frá Pelle svo ég er alls ekki meira einmanna núna en þá, þá þurfti ég alltaf að hugsa um að hann var einhversstaðar að klappa bátnum eða í gufunni með hinum köllunum (veit ekki hvort hann klappaði þeim) og svo ef honum þóknaðist að vera heima var hundleiðinlegt, hann sat yfir sínum íþróttum í hinu herberginu og hraut og ég í stofunni...núna get ég bara gert það sem mér sýnist og hvenær sem mér sýnist. Ég þarf að fara að byrja að hekla aftur, svona dúka og aftur dúka...Heiðrún kemurðu í saumaklúbb? Nú eða samanhangandi pottaleppa. Nei núna er vorið að koma og þá er ég úti að hjóla eins mikið og ég get og labba og labba og kaupi mjúkan ís við Picasso sem er sá besti í heimi, en í gær var svo löng biðröð út á götu að ég bara settist á klöpp og horfði á sólina og alla kallana á sínum flottu mótórhjólum, brumma framhjá. Maður bara sér þá ekki fyrir hjálmi og svona glerrúðu fyrir andlitinu, svo öll vit fyllist ekki af flugum.
Ég fékk ráð hjá Regínu að fara inná einkamál og spjalla við kalla, en ég er ekki farin ennþá....hef ekki alveg áhuga ennþá, nýt þess að vera svona ein.
Þetta með Stefaníu og alla hennar vinnu er bara að ganga út í öfgar...hún hefur bara engan tíma orðið stelpan sú að sinna allri fjölskyldunni lengur. Hver getur leyst hana af? Sko við að sinna okkur öllum?
Ég fór til Gautaborgar síðustu helgi að heimsækja Víðir bróðir og það var mjög svo notalegt, við skruppum á svona markað og hefði verið heitara í veðri og sól hefði maður getað haldið að maður hafi verið í einhverju suðrænu landi....ekki mikið að svíum nema til að forvitnast, þarna var sellt allt milli himins og jarðar og að mestu sem seljendur hafa stolið, svo fólk sem verður fyrir því að húsin þeirra eru rænd á meðan þau eru í sumarfríi geta bara farið þangað og séð allt sitt dót og ef þau ætla að taka það verða hnífaslagsmál og læti....en þetta var gaman að sjá þennan markað.
Læt þetta duga að sinni og hana nú.....
<< Home