eXTReMe Tracker

söndag, juni 12, 2005

það er nú það...hríðar í éljunum...

Af hverju á ég að skrifa um mína fortíð? Hverjir hafa áhuga á minni sögu sem er ekkert spennandi? Ég get svosem haldið áfram því það er ekkert í sjónvarpinu þetta sunnudagskvöld.

Ég er sem sé komin heim frá 13 mánaða dvöl i Sverige, fer í síðasta bekk í skólanum með krökkunum sem voru einu ári yngri en ég. Þá var orðið allt í einu gaman að læra, ég hafði allt aðra hugsun eftir eins árs frí, var orðin miklu þroskaðri og fékk mjög góðar einkunnir, var meir að segja hæðst í bekknum....smá mont bara.

Ég fór strax að læra á bíl þegar ég kom heim svona Wolfsvagen bragga, það gekk mjög vel og ég hafði það af eins og annað sem ég ætlaði mér. Svo á þessum tíma var auðvitað mikið af böllum sérstaklega svona sveitarböllum sem voru svo skemmtileg og ég var auðvitað mjög vinsæl sem bílstjóri á þessi böll og gerði það með bestu lyst, því ekki drakk ég né mínar vinkonur. Við vorum saman alltaf 5 stykki við þrjár stelpurnar og tveir strákar úr Borgarnesinu og áttum skemmtilegar stundir. Á einu ballinu kynntist ég einum strák frá Skaganum og við vorum dálítið að gauka saman (ekki LÚDÓ), en ég var ennþá alltaf hrifin af æskuástinni minni honum Henry svo hann var alltaf efst í mínum huga á þessum tíma (Pelle var svo langt í burtu orðið) svo einu sinni bauð hann mér upp á Sigmundastaði um páskana minnir mig en þá átti Jói þá og þar var fyrsta sjúddirarirei og ég bara 18 ára...þar hefur þú það Heiðrún....svo villtu ekki vita neitt meira??????

Einu sinni var Rakel og ég á sveitaballi í Brún og það átti að velja ungfrú Borgarfjörð en það voru svona fegurðarsamkeppnir út um allt land og ein valin frá hverri sýslu og ein skólasystir mín sem ég nefni ekki með nafni vildi ólm komast í en komst ekki, en þeir sem voru að velja voru alveg snarvitlausir í Rakel, vildu fá hana á svið til að vera með í keppninni en hún vildi það sko ekki, sagðist vera allt of gömul en þeir ætluðu aldrei að gefast upp og hún gerði það ekki heldur, svo önnur skólasystir mín var valin.....
Þetta voru aðrir tímar þá en mjög skemmtilegir, er bara búin að gleyma svo mörgu.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com