eXTReMe Tracker

lördag, februari 26, 2005

Ég er að baka...hugsið ykkur!!

Eins og þið vitið þá vinn ég í skóla og hef aðsetur í unglingaskólanum, mitt í öllu stökinu.
Mér er oft hugsað til þess hvað það er þægilegt að vera ekki unglingaforeldri núna. Og þótt ég hafi ekki yfir neinu að kvarta frá þeim tíma (ef ég man rétt að segja) þá vildi ég ekki vera í foreldranna sporum í dag. Við höfum 3 elstu árgangana og það eru 4 bekkir af hverjum árgang og stórir bekkir sem er þetta frá 22-32 krakkar í hverjum bekk. Sem sagt 335 krakkar og allir eins, nei sko ekki fræðilegur möguleiki.
Við höfum pönkara sem klæða sig í pönkaraföt, með keðjum og nítum og fleira, en það eru ekki nein vandræðabörn, langt í frá, svona bara við fyrstu kynni heldur maður það út af klæðnaðinum, nei þetta eru hin mestu ljós, bara strákar þetta árið og það stórir strákar, ganga um með hettu á hausnum og ef engin er hettan þá er harið greitt beint upp í loft með allavega litum, svo það þarf tíma á morgnana til að koma hárinu í lag, svo þetta væri ekkert fyrir hana Katrínu.
Svo er einn strákur sem setur allan skólan á annan endan, allir kennarar sem eru 35 manns og við skrifstofufólkið sem erum 12 manns, allir eru settir í vinnu með þennan blessaða dreng, sem hótar kennurum og nemendum með að drepa það tekur hálstaki á stelpum sem eru í kringum hann og hann er bara 13 ára. Það er búið að reyna allar mögulegar leiðir til að geta haft drengin í skólanum, hann fær einn kennara sem fylgir honum allan skóladaginn, líka í frímínútum en ekkert virðist vera hægt að gera. Svo eftir páska verður hann fluttur í sérstaka deild í bænum ef hann ekki lagast á þeim vikum.
Svo eru krakkar sem eru í sambandi við eldri fyrrverandi nemendur sem koma á föstudögum og selja dóp, svo maður er eins og lögga á föstudögum til að sjá þegar þetta lið kemur fyrir utan skólan og þá er bara að hringja í löggurnar. Svo er einn eða tveir fyrrverandi nemendur sem voru mjög erfiðir öll skólaárin loksins teknir fyrir að brjótast inn í skóla bæjarins og stela tölvum svo núna loksins þegar hann varð 18 ára var hann handtekinn og hann viðurkenndi. Sá drengur var með bókstafs eitthvað, sem við köllum Damp.
Það er ekki mikið af stelpum sem hafa vesen en samt nokkrar, eins og ein sem klæðist eingöngu í svart og er máluð kringum augun með kolsvörtum blíant og strik niður á kinn og er með ljótan kjaft við fullorðna, en það er ekkert illt í henni, hún er skemmtilegur karakter, á bara eftir að komast yfir viss takmörk í lífinu. Svo eru nokkrar sem eru rosa pæjur og eru mjög merkilegar með sig en eru svo litlar í sér þegar á reynir.
Svo þetta er mikill léttir að mans eigin tími er komin yfir þetta áhyggjuefni sem foreldri.

Jú, ég er að baka tertu fyrir daginn á morgun, sem er svona íslendingadagur, og á að vera knallþórutertur og læti, hefði viljað baka kleinur en á enga hrærivél og lítið borðpláss til að hnoða og skera út, svo þetta varð gulrótarterta sem er keypt í pakka, og ég þarf bara að bæta út í vatni og smjörlíki og meira að segja kremið er í poka líka, en ég ætla að drýgja það út með Piladelfiaost og rifnu hýði af lime....þá kanski kemur ekki pakkabragð af þessu. En allir íslendingar finna örugglega pakkabragðið gæti ég trúað...eða hvað haldið þið?

Úti er glampandi sól og fínt svo ég sé ekki hvað ég skrifa því sólin er akkúrat á skerminn en ég bara get ekki hugsað mér að setja niður rimlagardínurnar, get ekki bara lokað á sólina.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com