eXTReMe Tracker

söndag, januari 30, 2005

Nýtt og betra líf !!!

Þá er ég búin að skilja eina ferðina enn, sumir halda að þetta sé eitthvað sem gegnur í ættinni og það getur svo sem vel verið, en það eru margar ættir sem þetta gengur í líka, við erum ekki þau einu. Ég vil meina að ég velji alltaf mann sem er ekki mér samboðin, eða bara vel vitlausa týpu...eins og t.d. "piparsvein" sem er algjörlega ómögulegt að breyta til daglegs lífs með konu. Piparsveinn hefur í fleiri ár átt sitt líf, byggt upp líf með stórum dýrum leikföngum, eins og seglbát, mótórhjól, GPS og svo helling af karlmönnum sem hann umgengst með og það virðist vera það nauðsynlegasta að hitta þá þegar hann kemur heim eftir einnar viku útilegu. Konan er bara þarna heima og tekur til og þvær þvottinn og kaupir í matinn og borgar reikninga og er sár þegar maðurinn bara hverfur í gufubaðið um leið og hann kemur heim.

Fyrstu árin hlakkaði ég til að hann kom heim á föstudögum, en smátt og smátt dalaði það og á endanum varð það kvíði. Svo varð hann allt í einu atvinnulaus og var heima alla daga, ekki til að taka til, ekki til að þvo þvottinn eða kaupa í matinn.....heldur halda áfram að fara í gufuna með hinum körlunum, plana flottan kvöldverð með þeim í annari gufu og baða í ískaldri á á eftir, það var nauðsynlegt, einnig plana rútuferð til Þýskalands til að kaupa brennivín og bjór, sitja í rútu í heilan sólarhring til að græða nokkrar krónur á hverri bjórdós, verða íllt í bakinu fyrir þetta, það finnst mér ekki þéna neinum tilgangi. Hvað á maður að gera í svona sambandi???
'Eg bara gafst upp á endanum og hefði átt að gera það miklu fyrr...og það versta við allt var ég ekki metinn neins virðist vera, því þá voru það peningarnir sem skiptu öllu máli, hvað hann myndi tapa miklu á þessu, nú auðvitað heil mánaðarlaun hverfa......en ykkur að segja, hann kemur út með stóran plús á þessum skilnaði. Núna rukkar hann mig bara um rafmagn sem er upp á 30 þús ísl kr, honum finnst auðvitað að ég eigi að borga það (heildarupphæðin var 60 þús fyrir tvo mán) og ég eins og ég er gæðin uppmáluð borga og þegi, því ég átti nú heima þarna líka þessa tvo mánuði en hann kemur örugglega með fleiri reikninga fyrir 15 daga í janúar, trúið mér.
Annars er mér ekkert illa við hann og þess vegna vil ég ekki krefjast þess sem mér ber, því þá hefði hann verið nauðbeygður að selja sinn elskulega bát og borga mér helminginn, það hefði farið með hann á sál og líkama, og leynireikningarnir í bankanum hefðu komið fram í dagsljósið.

Nóg um það......núna líður mér eins og prinsessu, bara fátækari, en peningar eru ekki allt.
Ég hef þriggja herb íbúð á leigu á annari hæð í blokk og það er meira að segja útsýni og hvergi blokk sem maður horfir inn í á móti, friðsælt hverfi í útjaðri bæjarins, 10 mín gangur í miðbæinn, aðeins lengra í vinnunna núna en í góðu lagi, maður þarf að hreyfa sig, svo bíllinn fær að standa þegar fer að vora og hjólið fær sitt pass og fæturnir mínir líka, bara gott mál.
Á þessum tveim vikum sem ég hef búið hérna hef ég fengið svo margar heimsóknir, að svona marga hef ég ekki fengið í heimsókn á þessu eina ári sem ég bjó í húsinu.

Það er orðið dálítið minna um blogg orðið undanfarið, þetta var fyrst allt of mikið en núna saknar maður þessa, ég hef nú ekki haft tíma til að skrifa undanfarið, allur tími farið í fluttning og reddningar. Svo margt sem þarf að huga að við fluttning, allt þarf að skaffa sér nýtt eins og síma, breiðband og tryggingar og fleira....meira að segja eru þeir búnir að finna mig til að borga fast afnotagjald af sjónvarpinu, ég var ekki búin að vera hér nema 2 daga þegar var hringt og ég auðvitað get ekki logið að ég hafi ekki sjónvarp þegar það stendur beint fyrir framan mig ha. ha.

'A morgun, mánudag, byrja þeir sem eiga húsið að betrekkja bæði svefnherbergin og stofuna svo þá þarf ég að tæma það mesta út úr herbergjunum eða safna dótinu á mitt gólfið...jú, betrekkja, það er aldrei málað í Sverige, bara betrekt, en ég valdi hlutlausa liti allt í ljósu, ef ég t.d. vildi hafa einn vegg eða eitt herbergi einhvernvegin dökkt þá þyrfti ég að betrekkja yfir það þegar ég flyt með ljósu betreki, enda er best að hafa þetta hlutlaust og kaupa sér bara púða, gardínur og dúka í lit.

En klósettburstinn er hvítur með ljósblátt efst á skaptinu og burstinn sjálfur blár, og er úr IKEA og kostaði bara 9 kr, hefur lækkað um 10 kr (sko í sænskum kr), svo maður getur bara keypt marga og hent þeim þegar maður hefur notað þá í nokkra mánuði.....þá vitið þið það.

Jæja best að hætta þessu núna, er orðið allt of langt....heyrumst.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com