eXTReMe Tracker

söndag, juli 24, 2005

Sumarfrí

Ætti kanski að blogga smá svona til tilbreytingar.
Þetta er alveg rétt hjá Jenny, það er hálf dautt á þessu um þessar mundir enda ekki furðulegt, fólk að nýta útiverunnar og ekki sitja yfir tölvunum. Þetta verður betra um miðjan ágúst gæti ég trúað.
'Eg er sem sagt í sumarfríi og búin að gera mikið. Fór til Sommarland og hitti þar 700 aðra íslendinga, þekkti nú bara Stefaníu, Geira, Aldísi, Rakel og svo Víðir. Nú þar var leikið sér allan daginn í miklum hita og sól, svo var tími til að fara heim og þá kom Rakel með mér heim í nokkra daga og hún greyið í fyrsta sinn að koma til útlanda og lendir í þessari líka hitabylgju, það var þetta 30-33 stig í forsælu og hjálpaði ekkert að opna glugga til að kæla inni.
Nú á mánudeginum fórum við svo með lest til Gautaborgar, þurftum að skipta um 2svar á leiðinni fyrst í Karlstad og svo í Trollhättan en þá var verið að gera við járnbrautina þaðan svo það var rúta í staðinn, en það var í góðu lagi. Svo búsettum við okkur á farfuglaheimili og svo var það Liseberg Tívolíið allan daginn.......
Næst var svo ferðinni heitið til Kaupmannahafnar og það með lest sem tók 4 tíma og vorum við 4 nætur þar, löbbuðum mikið og skoðuðum okkur um. Hittum Ellert og Selmu og svo Huldu Jóns og Védísi. Mikið af íslendingum þar.

Nú svo á sunnudagskvöldinu fóru þau með flugvélinni heim og ég ein eftir og fór með næturrútu til Stokkhólms, 10 tímar takk fyrir í fullri rútu svo þetta var erfitt ferðalag en maður jafnar sig nú alltaf, svo í Stokkhólmi kom Pelle á mínum bíl og sótti mig og ferðinni heitið út á Arlanda til að sækja Kola sem kom einn með flugvél og verður í 2 vikur. Hann var svo stolltur að hafa verið einn, fékk að fara fram í til kapteins og sjá alla takkana, voða spennandi.

Núna í gær komum við frá Dalarna, en við skruppum þangað í heimsókn til Kalle og Carina í 2 daga. veðrið var æðislegt svo hann var þar alsber á ströndinni allan tíman og naut sín 157% var svo ánægður að hann sönglaði með sjálfum sér allan tíman og burslaði í vatninu og veiddi síli með háf.....vildi ekki fara, vildi vera þarna þar til flugvélin færi heim. Góð meðmæli það.....

'I dag sunnudag er skýjað og bara 18 stiga hiti og hann er búin að finna félaga hér úti að leika við, hann talar íslensku og hinn sænsku en það eru engin vandamál, hann skilur sænskuna og kemur með helling af orðum á sænsku svona ómeðvitað en er frekar feimin við það og ef honum blöskrar segir hann bara Bla, bla bla bla......hann er algjör grallari en mjög sjálfstæður og duglegur að bjarga sér. Það er helst ég sem finnst að ég þurfi að hjálpa honum með hlutina en ég reyni að leyfa honum það sem hann vill gera sjálfur....það er svona þegar maður er óvanur. Svo spilli ég honum alveg örugglega ha, ha, ha.
Við höfum ekkert á daskrá nema þá að skreppa í Örebrobaðið og kanski í Tufftåget till Nora. Hann verður að fá að leika sér ef hann hefur einhvern til að leika við. Svo vill hann vera mikið heima hjá Pelle, enda stór lóð og hægt að keyra traktórinn og reyna að hjóla án hjálpardekks, en það gengur svona og svona.....
Þetta er mitt frí, ég þarf sennilega frí til að hvíla mig á eftir þessu öllu ha, ha, ha. En þetta er æðislega gaman að geta fengið hann hingað smá, hann hefur komið og verið hér á hverju ári síðan hann fæddist og það verður bara að halda áfram þannig......

Jæja, þetta dugar núna......hafið það gott.

fredag, juli 08, 2005

Löt í hitanum

Heiðrún mín....ég bara nenni ekki að blogga núna, það er svo heitt (eflaust hjá þér líka) enda er ég í sumarfríi. 'A morgun erum við Rakel að fara í Kålmården dýragarðinn sem tekur allan daginn, eflaust mjög heitt líka þá. Erum búnar að fara á strönd og "bada" ferlega hressandi. Í gær var farið til Karlstad og versla, samt fann hún ekki mikið á sig stelpan. En kósiligt.
Á mánudag förum við með lestinni til Gautaborgar þurfum að skipta um lest tvisvar, fyrst í Karlstad og svo í Trollhättan. Verðum á vandræðaheimili 2 nætur þar og förum að sjálfsögðu í Tívoli Liseberg......svo er ferðinni haldið áfram til Kaupmannahafnar á miðvikudeginum með lest og förum við þá yfir og undir Eystrasaltsbrúna, en lestinn keyrir undir brúnni þangað. Verðum þar til sunnudags 17 þá fara þau öll heim, Stefanía, Geiri, Aldís og Rakel og ég með næturrútu til Stokkhólms til að taka á móti Kola sem kemur einn með flugi til ömmu sín......
Þannig er mitt sumarfrí og ég kemst örugglega í gang að skrifa þegar kólnar (í nóv), bara minna mig á það Heirðún?????

Hafið það gott elskurnar mínar á meðan......
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com