eXTReMe Tracker

söndag, januari 02, 2005

2 janúar og líka......sunnudagur

Gleðilegt nýtt ár til ykkar allra og þakka ykkur fyrir skemmtilegt Blogg ár.
Einnig allt annað á liðnu ári.
Maður er bara algjörlega í lamasessi út af þessum hræðilegu hamförum í Asiu að ég bara get ekki gert neitt nema setið og horft á sjónvarpið og hlustað á útvarpið. Hef reynt að lesa, því að eru nú jól og áramót og maður vill bara vera í leti, en ég get ekki fest hugan við bókina fullkomlega vegna þessa hörmulegu atburða. (Kanski bókin léleg?)
Gamlárskvöldið hjá mér var ósköp venjulegt kvöld má segja, við steiktum nautalund og gerðum kartöflugrateing og svo sallat og helling með og buðum Lasse í mat með okkur og drukkum rauðvín með auðvitað, þetta var mjög gott, nú svo settumst við framan við sjónvarpið þar sem dagskráin var ekki eftir venjulegu sniði út af hamförunum, en kvöldið gekk og þegar upp úr kl tíu byrjuðu allir nágrannar að skjóta upp rakettum og ég verð að segja það að ég hef aldrei séð svona mikið af flugledum á gamlárkvöldi í Sverige (fyrir utan um aldamótin) og fannst það skrítið því fólk talaði um það dagana á undan að leggja peninginn sem færi annars í flugelda í Rauðakross söfnunina, sem stærri hlutinn af sænsku bæjarfélögunum gerði, en fólk hefur bara kaypt rakettur líka, vill ekki missa af þessari sjón.

Núna er ég búin á mínum fyrsta pensilínkúr á æfinni og það voru ekki þægilegir 10 dagar, mikið á þessum ágæta stað í húsinu og mikið um hausverk og svo talaði maginn endalaust, ég hálf skammaðist mín á meðal fólks því maginn sítalaði, en ég var ekki mikið innan um fólk heldur og ekki margir í vinnunni heldur, svo þetta gekk bara vel, og vísifingurinn minn er alveg eðlilegur núna og ég NAGA ekki neglurnar lengur....dugleg kona.

Á morgun er svo bara venjulegur vinnudagur en rauður dagur á fimmtudag og ég tek frí á föstudag, svo ég vinn bara 3 daga þessa viku...svo eru þessir frídagar búnir um langt tímabil.
Svíar eru búnir að breita dagatalinu....sko svíar hafa aldrei haldið uppá þjóðhátíardaginn sem er 6 júní og núna í ár er búið að gera hann að rauðum degi, en þá taka þeir burtu annan í hvítasunnu í staðinn...þetta er svo óréttlátt sem frekar getur verið, þá áttu þeir auðvitað að taka burtu eins frídag sem færir sig alltaf, eins og t.d. þrettándinn núna á fimmtudag....því hvítasunnuhelgin er svo vinsæl helgi fyrir fólk sem á sumarhús, garða og tala nú ekki um báta og nýtir þessa helgi til þessara áhugamála og annað fólk tekur sér oft bíltúr niður til Danmerkur og Þýskalands þessa helgi....mikið óréttlæti finnst mér.

Ætli Göran Persson viti af þessu?

Í dag er sænskur stormur...ef ég kíki út um gluggan og á trjátoppana sveigjast þeir bara þó nokkuð mikið til allra átta, svo núna má búast við trjám sem fjúka upp með rótum yfir vegi, það gersit alltaf í svona sænskum stormi. en það er algjörlega snjólsuat og 5-8 stiga hiti alla daga, furðuleg áramót, í fyrra var mikill snjór og Koli gerið snjóhús eða göng hér fyrir utan, með minni aðstoð. Ok hafið það næs.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com