Þjófar
Núna get ég sagt ykkur alveg sanna sögu sem skeði hér í gær. Og ég varð fyrir barðinu:
Í gær hjólaði ég í vinnuna því veðrið var svo gott, bíllinn stóð bara á bílastæðinu sem ég borga 110 kr fyrir á mánuði, hafði ekki notað bílinn síðan um hádegi á sunnudeginum.
Nú þegar ég kem heim hringir grannkonan Ulla og spyr hvort ég komi með í skóginn og labba med stafi og ég alltaf til í allt svona og bara pissaði og fór í joggingskóna. Nú fyrst keyrum við á mínum bíl út í skerjagarðinn sem er ja kanski 10 km og legg bílnum þar á bílastæðið. Við löbbum svo 5,5 km og þegar við komum til baka tókum við eftir að númeraplatan aftan á bílnum var horfinn, bara kolsvart gap sem skein á móti okkur, þetta var auðvitað dálítið áfall og platan situr nú það fast a að hún dettur ekki af bílnum en samt keyrði ég alveg sömu leið tilbaka og engin plata neins staðar.
Nú það var bara að hringja í lögguna og tilkynna stuldin og hún konutetrið skrifar allt niður og ég spyr hvort þetta sé venjulegt, jú, allt of mikið segir hún. Hún segir að ég þurfi bara að hringja í vegverkið (sennilega vegagerðina) og panta nýtt skylti.
Ég er bara svo tæknileg að ég fór inná þeirra heimasíðu og þar er hægt að panta allan sólarhringinn og ég byrja með minn kóda sem ég hafði á skráningarbréfinu, yfir á næstu síðu,,,
Því miður er ekki hægt að panta nýtt skilti því bíllinn er eftilýstur......
Ég fæ sjokk og bíð til í morgun að hringja í lögguna til að athuga af hverju, nú konu greyið hafði gert vitleysu, en sú sem var á vakt þá gat ekki breytt þessu svo ég er koppluð til larmsentralin í Vermlandi. Nei ekki gat hún breytt á meðan ég var í símanum, en hún ætlaði að halda áfram að reyna og eins gott því allir biðu eftir að ég kæmi í kaffi.
Nú svo segir hún að það hafi komið inn skilti í sambandi við glæpamál og það var mitt skilti....úbs...ég sett í fangelsi og sá alla mína drauma bara fara til fjandans, íbúðina bara til einhvers annans og öllu mínu dóti bara hent á haugana úr þessari íbúð......
Það var ekki svo slæmt eins og ég hélt, þjófarnir höfðu stolið skiltinu á bílastæðinu sem ég borga fyrir um nóttina, hengt það framan á sinn bíl og keypt bensín og bara keyrt í burtu...en eftir nokkurn spöl henntu þeir þessu fína skilti bara út á götuna og einhver sem elti þá fundu það og náðu rétta númerinu, svo eflaust eru þeir innlæstir núna....:-).
Svo ég gat farið á mínum númerlausa bíl á löggustöðina og sótt skiltið, svo var búið að bora í það tvö göt svo sennilega þarf ég að panta nýtt efter einhvern tíma. (kostar bara 60 kr).
Happy ending.
Í gær hjólaði ég í vinnuna því veðrið var svo gott, bíllinn stóð bara á bílastæðinu sem ég borga 110 kr fyrir á mánuði, hafði ekki notað bílinn síðan um hádegi á sunnudeginum.
Nú þegar ég kem heim hringir grannkonan Ulla og spyr hvort ég komi með í skóginn og labba med stafi og ég alltaf til í allt svona og bara pissaði og fór í joggingskóna. Nú fyrst keyrum við á mínum bíl út í skerjagarðinn sem er ja kanski 10 km og legg bílnum þar á bílastæðið. Við löbbum svo 5,5 km og þegar við komum til baka tókum við eftir að númeraplatan aftan á bílnum var horfinn, bara kolsvart gap sem skein á móti okkur, þetta var auðvitað dálítið áfall og platan situr nú það fast a að hún dettur ekki af bílnum en samt keyrði ég alveg sömu leið tilbaka og engin plata neins staðar.
Nú það var bara að hringja í lögguna og tilkynna stuldin og hún konutetrið skrifar allt niður og ég spyr hvort þetta sé venjulegt, jú, allt of mikið segir hún. Hún segir að ég þurfi bara að hringja í vegverkið (sennilega vegagerðina) og panta nýtt skylti.
Ég er bara svo tæknileg að ég fór inná þeirra heimasíðu og þar er hægt að panta allan sólarhringinn og ég byrja með minn kóda sem ég hafði á skráningarbréfinu, yfir á næstu síðu,,,
Því miður er ekki hægt að panta nýtt skilti því bíllinn er eftilýstur......
Ég fæ sjokk og bíð til í morgun að hringja í lögguna til að athuga af hverju, nú konu greyið hafði gert vitleysu, en sú sem var á vakt þá gat ekki breytt þessu svo ég er koppluð til larmsentralin í Vermlandi. Nei ekki gat hún breytt á meðan ég var í símanum, en hún ætlaði að halda áfram að reyna og eins gott því allir biðu eftir að ég kæmi í kaffi.
Nú svo segir hún að það hafi komið inn skilti í sambandi við glæpamál og það var mitt skilti....úbs...ég sett í fangelsi og sá alla mína drauma bara fara til fjandans, íbúðina bara til einhvers annans og öllu mínu dóti bara hent á haugana úr þessari íbúð......
Það var ekki svo slæmt eins og ég hélt, þjófarnir höfðu stolið skiltinu á bílastæðinu sem ég borga fyrir um nóttina, hengt það framan á sinn bíl og keypt bensín og bara keyrt í burtu...en eftir nokkurn spöl henntu þeir þessu fína skilti bara út á götuna og einhver sem elti þá fundu það og náðu rétta númerinu, svo eflaust eru þeir innlæstir núna....:-).
Svo ég gat farið á mínum númerlausa bíl á löggustöðina og sótt skiltið, svo var búið að bora í það tvö göt svo sennilega þarf ég að panta nýtt efter einhvern tíma. (kostar bara 60 kr).
Happy ending.
<< Home