eXTReMe Tracker

torsdag, november 23, 2006

Ennþá meira myrkur


Það er alveg vonlaust að halda við tiltektinni í þessu bansetta myrkri, en ég geri góða tilraun samt.
Svona lítur þetta út hjá mér...góð systir sagði mér að svona væri þetta aldrei hjá mér og góð systir sagði að það væri allt of mikið af hlutum inni hjá mér..eru þið hin sammála eða hvað?
En það er dálítil glæta að koma fram...fólk að koma til að kíkja á mitt sófasett sem er til sölu..ekki þetta á myndinni, þá minnkar í geymslunni og er meira pláss fyrir meira dót. Gaman, gaman.
Hér lætur vetur konungur bíða eftir sér...sem betur fer, bara alltaf hiti upp í 10-12 gráður, vonandi bíður hann þar til á aðfangadagskvæld, en þá er ég á KANARI.
Hvernig væri bara að kveikja á sterkum lampa í þessu myrkri??
Ég held ég geri það og haldi áfram að taka til
Látið ykkur líða vel, mér líður vel í minni nýju sambúð.

fredag, november 10, 2006

Tiltekt í myrkri..

Þetta með tiltekt er dálítið erfitt stundum, það er þegar maður bara verður að taka til er alveg vonlaust að komast í skap til þess, eða stuð.
Eruð þið sammála?
Það er föstudagur og ég held þetta sé sá fyrsti föstudagur síðan ég og Stig kynntumst erum ekki saman...en vinnufélagar hans kröfðust þess að hann hefði útfluttningspartý í kvöld og ég mátti ekki vera með:-( enda allt í lagi ég ætla að taka til, skúra, sópa og ryksuga...kanski ekki í þessari röð samt.
Það sem ég er búin að gera er að rýma smá til í fataskápnum svo að einn og hálfur skápur er laus, enda eiga karlmenn aldrei eins mikið af fötum og við kvennþjóðinn. Sammála?
Einnig henti ég alveg helling úr búrskápnum því allt þar var komið langt fram yfir best fyrir dag, svo það var bara að setja í ruslapokann, svo búrskápurinn er hálf tómur, en ekki lengi....

Ég fann laxbita í frystinum og sauð mér með kartöflum og smjöri og smjörið er svona með saltflyksum í, en í auglýsingunni er kýrin hún Rósa niður við hafið og er þá spurt: Hvað er Rósa að gera niður við sjó? Þannig varð til smjör með hafsalti og það er geðveikt gott....maður þarf ekkert álegg með.
Eftir matinn vaskaði ég upp (engin uppþvottavél) og kveikti svo á tölvunni og ætlaði að kópíera myndir frá tölvunni á geisladisk handa Pelle svo hann fái sínar myndir og gerði það enda ekki svo mikið eftir sem ég var ekki búin að gera...þá eru bara öll myndaalbúnin eftir...ekkert gaman, en verður að gerast samt.
Svo nenni ég engu meira svo öll tiltektin er eftir og það er dálítið ryk hér sem enginn hefur þurrkað af í allt sumar, en það er svo heppilegt að það eru svona filter í oppnunnarfögunum í gluggunum svo það er ekki svo rosalega mikið ryk úr því ég var sama og ekkert í íbúðinni til að þyrla upp neinu....En ég kanski vakna snemma í fyrramálið og geri eitthvað þegar er bjart úti, erfitt að þrífa í myrkri, ekki það að ég sé ekki með ljós, jú, jú...bara ekkert gaman.
Svo koma fluttningakallarnir sennilega upp úr hádegi því kerran er leigð frá kl 10 þegar þeir eru búnir að sofa úr sér bjórinn, blessaðir....
Svo á morgun laugardaginn þann 11 nóvember 2006 verð ég í sambúð og ég sem ætlaði það aldrei, en aldrei að segja aldrei sannast hér með.
Ég hef ekki ennþá fundið nagladekk undir bílinn minn...ætlaði að kaupa notuð og á felgum en öll dekkjaverkstæði segja að Toota Avensis séu það vinsælir bílar að það koma engin dekk inn til sölu....en núna er ég hætt að keyra á milli svo bíllinn fær að vera í bílskúrnum að mestu og ég held áfram að leita að dekkjum, það er bara vonlaust að kaupa ný..launin min duga sko ekki fyrir þeim, kosta allt of mikið. Svo er ekkert víst að við ætlum að eiga tvo bíla, algjör óþarfi ég er bara 8 mín að labba í vinnunna en hann þarf að keyra í næsta bæ og það tekur hann 15-20 mín.
Þannig eru málin hjá mér í dag eða kvöld. Ætla bara að fara og leggja mig snemma, finna eina bók eftir Arnald Indriðason sem Jenny á hér hjá mér, er nýbúin að lesa Mýrina sem var mjög góð.
Passið ykkur í óveðrinu.....

fredag, november 03, 2006

Stokkhólmur

Já, núna verð ég að standa mig í blogginu, betra að gera það núna, því á næstu dögum og vikum verður mikið að gera hjá mér....það flytur inn hjá mér maður í mína litlu íbúð, hef verið að í allan dag (tók frí frá vinnu) að taka til í fataskápnum mínum og tæma tvo til að hann hafi eitthvað pláss fyrir sín föt, og vitið þið bara hvað, ég hef fullan poka af bolum og peysum sem ég ætla að gefa í fatasöfnun, ég var dálítið nísk síðast fyrir ca einu ári að henda frá þeim hillunum, en núna rauk allt burtu sem ég hef ekki notað í 2 ár og það er hellings pláss núna...en er venjulega fljótt að fyllast ef maður er að flækjast í búðum......en ég var í Stokkhólmi miðvikudag og fimmtudag (í gær) á svona ráðstefnu fyrir skólaritara og ætluðum við Britt-Marie að fara í smá könnunnarferð í eina uppáhaldsbúð, sem var ógjörningur vegna veðurs......jú, alveg satt..

Á miðvikudagsmorgun átti lestin að fara kl 6,50, en þegar maður beið á lestarstöðinni kom rödd í hátalaran sem segir að það er mikil seinkun á lestinni vegna þess að það hafi fokið um koll tré og lagt sig yfir brautina, svo við þurftum að bíða í 40 mín.....allt í lagi þar sem við biðum innandyra, en úti var rok og kallt, engin snjókoma....þegar nær dregur tímanum sem lestinn átti að koma kom röddin aftur og segir að það sé ennþá meiri seinkunn, ekki hafi dugað að saga burtu trén heldur tóku önnur tre á öðrum stað burtu allt rafmagn svo þá komst ekki lestinn lengra....en við biðum og biðum og loksins kom röddinn aftur og sagði að hún kæmi (sko lestinn) kl 8,50 tveimur tímum of seint, nú það var bara að sætta sig við það við áttum að vera komin á ráðstefnuna kl 9,30 . Svo kemur lestinn loksins og það var auðvitað X2000 sem er svo þægileg. Á leiðinni talaði lestarstjórinn við okkur og útskýrði allt, en það var snjóstormur um allt landið (nema Kristinehamn og Degerfors og náliggjandi bæjum) svo trén voru svo þung af blautum snó að þau beigja sig niður á rafmagnslínurnar svo það var hálft landið rafmagnslaust...en við erum á ferð samt ekki á fullum hraða, og þurftum sennilega að fara aukakrók til að fá rafmagn og þá yrðum við ennþá meira of sein eða ca 1/2 tíma í viðbót svo þá var þetta komið í 2 og hálfan tíma í seinkunn, (ferðin tekur venjulega bara einn tíma og 50 mín annars).
Nú við komum til Stokkhólms án þess að þurfa fara þennan auka hálftíma, svo við leituðum að hótelinu sem var ekki svo langt frá járnbrautarstöðinni og fengum að geyma töskurnar og leitum svo að staðnum sem við ætluðum að vistas í í tvo daga á ráðsetfnu...og mætum mátulega í hádegismatinn sem var bakaður lax frá Noregi með góðgæti....það var auðvitað stórhríð í Stokkhólmi og varð bara verra og verra eftir sem leið á daginn. Ráðsetfnan þann daginn var búin kl fjögur og við á hótelið til að fiffa okkur upp fyrir kvöldherligheitin sem var matur vin og skemmtiatriði...nú þegar kemur snjór í Stokkhólmi verður allt snarvitlaust og allt fer í kaós, allir bílar á sumardekkjum því stórborgarbúarnir trúa ekki á að þetta geti hent þá, nei nei...samt var búið að vara við þessu í 3 daga. Við vorum svo vitibornar að panta Taxi þegar við tékkuðum inn á hótelið og átti hann að koma 18,40 og við bíðum þarna uppáklæddar og sjáum alla bílana sem voru fastir á götunni fyrir utan hótelið og tölum um að þetta bara mjakast ekkert áfram...en að við pældum í að taxin kæmi ekki...við erum úr sveitinni og svona er aldrei þar...sko kaós. Svo eftir ca 10 mín kemur konan í afgreiðslunni og segir að það kemur enginn taxi eins og þið sjáið, það kemst enginn bíll neitt áfram og kemur ekki til með að losna svo það er eins gott að þið bara labbið það tekur ykkur bara korter við venjulegar aðstæður svo við örkum út sumar í pilsi og nælonsokkabuxum og enga vettlinga (það var engin vetur heima) en við komum bara 20 mín of seint en fengum samt okkar velkomst drykk og mat og vín og skemmtiatriði sem stóð yfir til kl hálf tólf og þá var bara að akra heim á hótel aftur en snjóstormurinn var hættur en það var rok (storm) og mjög kallt, veit ekki hve mikið frost.

Svo heyrir maður í sjónvarpinu um morguninn að öll traffík lestir og bílar hafi stoppað við kl sjö um kvöldið, fólk í þúsundatali sem þurfti að sofa á lestarstöðinni og í lestum og bílum hingað og þangað um landið og þegar við örkuðum af stað frá hótelinu kvöldið áður voru tveir svona harmonikku strætóar á veginum þversum og ínn í hvorum öðrum og þannig voru þeir líka um morguninn, svo allt var lamað í borginni, allir lestar víxlar frusu svo það komust engar lestir eitt né neitt.
Svo við vorum alveg viss um að við kæmumst nú ekki heim á þeim tíma sem var áætlað og að við kanski gætum farið inn í uppáhaldsbúðina okkar, en nei nei þessu höfðu þeir reddað svo við komumst heim á áætlunnartíma og engin búðarferð, sem var bara gott, annars hefði fataskápurinn minn orðið fullur ha, ha, ha.

Ráðstefnan var bara nokkuð góð og mikið út úr því að hafa fyrir okkur og maturinn var góður báða dagana og tala nú ekki um kvöldið....svona var nú ferðin sú.

Núna er alveg glampandi sól og logn en frost, svona eiga veturnir að vera...enginn snjór, en best að taka fram vettlingana og treflana.

Er ég ekki duglega ð BLOGGA???
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com