Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til..
Jú, Jenny mín, það er sko komin tími á nýtt blogg og ætla ég að reyna að bæta úr því.
STIGa þarf svo sannarlega til mín á fimmtu hæð. En lyftan er ok, var bara upptekinn áðan, fólk að flytja svona rétt fyrir jól svo STIGan þurftum við eftir göngutúrinn í sólinni áðan 18 des.
Sniðug þú stelpa....
Af hverju ekkert blogg? Nú ég hef verið svo upptekinn undanfarið, hef nefnilega kynnst STIG, sem er maður ári eldri en ég og á heima í næstnæsta bæ ca 25 km héðan og hann er ekki vaxin upp úr hárinu, hefur ekki yfirvaraskegg en svona Don Jonson skegg.
Það sem sagt skeði það sem ég ætlaði aldrei að láta ske að kynnast manni gegnum netið, var þar bara til að hafa gaman, skrifast á við kalla, eins og Regína segir.
Jú, við byrjuðum að skrifast á í maí eða fyrr, en varð ekkert úr þessu yfir allt sumarið, svo bara kom allt í einu bréf í sept og við skrifuðum nokkrum sinnum svona einu sinni í viku, ég ætlaði að loka síðunni minni nennti þessu ekki en þegar ég var að skoða gömul bréf í byrjun nóv slengdi ég nokkrum orðum til hans, hvort hann væri búin að hitta konu og ef hann væri þegar leiður á mér....svar kom um leið og svo blind deit 2 vikum seinna....þannig getur þetta gerst.
Dásamlegur maður. En ég er ekki að fara að flytja......né hann.
Jólin og allt það...hvað er nú það eiginlega? Jú jólasveininn þarf STIGa, en engan kúst til að sópa fótsporin í snjónum því það er enginn snjór, bara glampandi sól núna í nokkra daga og ca 8 stiga frost, sjúklega fallegt veður.
Á aðfangadag verð ég heima hjá Anitu og Bengt, svo veit ég ekki framhaldið, ætla að taka nokkrar vídeóspólur (hef helling af bókum) og ætla bara að hafa það náðugt, þetta eru nú ekki svo margir dagar, kanski fæ ég einhverja heimsókn, hver veit. Ég tek frí alla dagana milli jóla og nýárs, svo ég get horft á helling af spólum....en á fimmtudeginum 29 förum við langt upp í fjöll í svona skíðabústað og verðum fram yfir áramót með Anitu og Bengt og einu öðru pari...ætti ég að fara á skíði? Hvað finnst ykkur? Ég hef aldrei staðið á skíðum og að taka þessa áhættu 350 km upp í norður Svíþjóð og brjóta fætur, nei ég held ég bara labbi alla fínu gönguSTIGanna í staðin með STIG. Þetta er dálítið skemmtilegt nafn finnst ykkur ekki?
Ég á ekkert jólatré, bara fáeina jóladúka og nokkra jólasveina og kertastjaka...nenni ekki að hafa jól, sendi örfá jólakort til eldri ættingja, sem kanski eiga enga tölvu.
Svo er ég komin með SKYPE.....ekki svo vitlaust. Rakel Erna yngri hjálpaði mér að koma þessu inn og tölvan slökkti á sér í tvígang á eftir, en er búin að tala við Skarpa og þetta bara virkaði...svo endilega gott fólk fáið ykkur SKYPE......ókeypis að hringja gegnum tölvuna.
Núna ætti ég að láta þetta duga í þetta sinn, kanski blogga ég í minni einveru um jólin...bara að tékka á því góðu vinir og ættingjar.
Gleðileg jól til ykkar allra og gott og farsælt nýtt ár. Passið ykkur á flugeldunum bara.
STIGa þarf svo sannarlega til mín á fimmtu hæð. En lyftan er ok, var bara upptekinn áðan, fólk að flytja svona rétt fyrir jól svo STIGan þurftum við eftir göngutúrinn í sólinni áðan 18 des.
Sniðug þú stelpa....
Af hverju ekkert blogg? Nú ég hef verið svo upptekinn undanfarið, hef nefnilega kynnst STIG, sem er maður ári eldri en ég og á heima í næstnæsta bæ ca 25 km héðan og hann er ekki vaxin upp úr hárinu, hefur ekki yfirvaraskegg en svona Don Jonson skegg.
Það sem sagt skeði það sem ég ætlaði aldrei að láta ske að kynnast manni gegnum netið, var þar bara til að hafa gaman, skrifast á við kalla, eins og Regína segir.
Jú, við byrjuðum að skrifast á í maí eða fyrr, en varð ekkert úr þessu yfir allt sumarið, svo bara kom allt í einu bréf í sept og við skrifuðum nokkrum sinnum svona einu sinni í viku, ég ætlaði að loka síðunni minni nennti þessu ekki en þegar ég var að skoða gömul bréf í byrjun nóv slengdi ég nokkrum orðum til hans, hvort hann væri búin að hitta konu og ef hann væri þegar leiður á mér....svar kom um leið og svo blind deit 2 vikum seinna....þannig getur þetta gerst.
Dásamlegur maður. En ég er ekki að fara að flytja......né hann.
Jólin og allt það...hvað er nú það eiginlega? Jú jólasveininn þarf STIGa, en engan kúst til að sópa fótsporin í snjónum því það er enginn snjór, bara glampandi sól núna í nokkra daga og ca 8 stiga frost, sjúklega fallegt veður.
Á aðfangadag verð ég heima hjá Anitu og Bengt, svo veit ég ekki framhaldið, ætla að taka nokkrar vídeóspólur (hef helling af bókum) og ætla bara að hafa það náðugt, þetta eru nú ekki svo margir dagar, kanski fæ ég einhverja heimsókn, hver veit. Ég tek frí alla dagana milli jóla og nýárs, svo ég get horft á helling af spólum....en á fimmtudeginum 29 förum við langt upp í fjöll í svona skíðabústað og verðum fram yfir áramót með Anitu og Bengt og einu öðru pari...ætti ég að fara á skíði? Hvað finnst ykkur? Ég hef aldrei staðið á skíðum og að taka þessa áhættu 350 km upp í norður Svíþjóð og brjóta fætur, nei ég held ég bara labbi alla fínu gönguSTIGanna í staðin með STIG. Þetta er dálítið skemmtilegt nafn finnst ykkur ekki?
Ég á ekkert jólatré, bara fáeina jóladúka og nokkra jólasveina og kertastjaka...nenni ekki að hafa jól, sendi örfá jólakort til eldri ættingja, sem kanski eiga enga tölvu.
Svo er ég komin með SKYPE.....ekki svo vitlaust. Rakel Erna yngri hjálpaði mér að koma þessu inn og tölvan slökkti á sér í tvígang á eftir, en er búin að tala við Skarpa og þetta bara virkaði...svo endilega gott fólk fáið ykkur SKYPE......ókeypis að hringja gegnum tölvuna.
Núna ætti ég að láta þetta duga í þetta sinn, kanski blogga ég í minni einveru um jólin...bara að tékka á því góðu vinir og ættingjar.
Gleðileg jól til ykkar allra og gott og farsælt nýtt ár. Passið ykkur á flugeldunum bara.