eXTReMe Tracker

lördag, augusti 20, 2005

Gallapils

Ég hef nú ekki tíma til að blogga núna, en þegar maður hefur helling að gera þá kemur maður sér undan að vesenast í því og finnur sér eitthvað annað til að eyða tímanum og sleppa nokkrar mínútur að gera það sem maður þarf að gera.
Þess vegna blogga ég núna....

Ég eins og margir svíar og vonandi ísl. líka (þótt það sé ekki vanalegt) er mikið í pilsi á sumrin (og stuttbuxum og hálfum buxum) (hálfar buxur= niður fyrir hné). Mest er ég í gallapilsi í öllum mögulegum síddum, en þegar maður var yngri og var í pilsi eða kjól þá fannst manni svo auðvellt að fara á WC og bara lifta pilsinu, en gallapils eru ekki svo auðveld, þegar maður lyftir eða tekur upp pilsið við WC heimsókn og allt í lagi þar til maður þarf að koma því niður aftur, þá fara nærurnar alltaf með og maður þarf að toga og toga til að þær komi á sinn stað aftur......þetta finnst mér mjög óþægilegt....en viti menn. Einn daginn við þessar aðstæður uppgvötaði ég tæknina, af hverju ekki gera bara það sama og þegar maður er í gallabuxum...prefekt, ekkert vesen með nærurnar. Þvílíkur léttir að finna þetta út og það er leikur einn að fara á WC núna í gallapilsinu. Hvað maður getur gert lífið létt ef maður hugsar:-)

En af því ég hef ekki tíma fyrir blogg núna þá hætti ég því núna, en ég er að flytja og á fullu að pakka í kassa og litla kassa og alla eins...svo er sumarblíða og 25-28 stiga hiti á daginn svo þetta er erfitt að vera inni og pakka og pakka.
Ég flyt stóra dótið á laugardaginn 27, en er þegar byrjuð að fara með eldhúsdótið og raða upp í nýja eldhúsið. Gaman þegar þetta er búið og þá ætla ég ekki að flytja í mörg ár.......bara safna drasli.
En ég veit ekki alveg hvernig ég á að hafa þetta í nýju íbúðinni minni, hún er bara tveggja herbergja en frekar stór 63,5 kvadratmetrar og ekki gert ráð fyrir þvottavél, en það eru mjög flottar og fínar þvottavélar í kjallaranum, en þegar maður er svona einn er ekki svo mikill þvottur nema nærur og undirföt og svona bolir sem er eiginlega ekki skítugt svo þegar ég flutti hingað keypti ég mér pínu litla þvottavél einmitt fyrir svona þvott.....baðherbergið er það stórt að ég kem þessari litlu þvottavél inn en þá engu meira......svo ég er að hugsa og pæla hvort ég eigi að selja þessa litlu vél og bara ekki hafa neina og geta þá sett hilluna mína og kommóðuna inn á baðið og panta svo þvottatíma í kjállaranum? Hvað finnst ykkur um þetta?????
Vantar hjálp við svona stóru vandamáli......
Svo er annað vandamál.....ég á allt of mikið af gardínum..........get ég breytt þeim í rúmföt?????
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com