eXTReMe Tracker

lördag, maj 21, 2005

Rigningarhelgi, greinilega

Þetta er sko bara ekkert gaman, rigna alla helgina, svo er það örugglega yfir á mánudag þegar vinnan byrjar aftur.
Fór í morgun í rigningunni á "LOPPIS" svona gamallt drasl sem fólk hefur gefið í Lions, en þeir hafa alltaf síðasta daginn á vorin úti og bera allt út og ofsalega mikið fólk og oft hægt að kaupa eitthvað fyrir lítin sem engan pening, sá flottan gamaldags standlampa, seldur á 150 kr, of sein, svaf of lengi.....fór á annan stað líka þar sem Hvítasunnukirkjan selur, fann þar tvo stóra gluggalampa alveg eins, svartur stór fótur og brún rönd hefði bara þurft að kaupa nýja skerma, hafði ekki nógu mikin pening kostuðu 75 kr stk, hugsaði sem svo að ég á helling af lömpum, svo ég fór ekki til að ná mér í pening (þeir taka ekki vísa) heldur ákvað að fara aftur næsta laugardag og kaupa þá þá ef engin annar hefur verið á undan...svo kanski spara ég 150 kr, kanski ekki. Sniðug?
Ef rignir á morgun fer ég til IKEA til að skipta spegil sem ég keypti fyrir tveim vikum, hann er langur, sama stærð og ég, hef alltaf ætlað að fá mér þannig til að sjá mig alla þegar ég klæði mig upp fyrir flottu samkvæmin og þannig, hann var bara flottur kostaði 299 kr, ég voða lukkuleg og pakka honum upp og skoða mig, ég varð ekkert smá svekkt, ég var svo feit og hallærisleg í laginu svo ég næstum kastaði honum yfir svalirnar, hef ekki átt svona stóran spegil svo ég kanski hélt að ég væri svona asnaleg í útliti, en trúði því samt ekki, svo þetta hlítur að vera svona spéspegill eða Tívolí spegill eins og ég kalla hann, gáði svo alltaf annað slagið en var alltaf eins halló. Svo kom ein kona í heimsókn svo ég spurði hana hvernig henni finnst nýji spegillinn minn....hann er ekki eðlilegur segir hún, það sem ég varð fegin, ég var ekki svona hræðileg í vextinum, heldur spegillinn og þegar hún sýndi mér hvernig ég ætti að horfa í hann og á dyrastafina þá sá ég þetta, dyrnar voru næstum kringlóttar í speglinum.....svo á morgun fer ég með hann tilbaka, Anne-Marie vinkona ætlar að koma með mér.
Nú svo er það Evrovision í kvöld, svekkjandi að Selma komst ekki áfram og henni sem var ætlað að ná svo hátt, var í margra uppáhaldi hér í Sverige, svo núna verður maður að stóla á Noreg eða Danmörk, annars er Ungverjaland æði.....
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com