eXTReMe Tracker

måndag, april 25, 2005

Evrovision

Bráðum er stóri dagurinn eða laugardagskvöldið þegar allir taka sér sæti fyrir framam skjáin með popp, pizzu og kók eða eitthvað annað gott....21 maí.
Akkúrat núna er verið að kynna fyrstu 9 lögin sem taka þátt og það er heill sjónvarpsþáttur (klukkutími) með dómurum frá öllum norðurlöndunum og það er Eriríkur Haukson fyrir Islands hönd (var líka í fyrra) svo er ég bara að hlusta og skrifa áðan þá komu smábitar úr öllum íslensku lögunum sem hafa tekið þátt, gaman að sjá þetta og heyra, en að sjá klæðnaðinn svona mörgum árum á eftir ha, ha, ha. Sniðugt.

Í dag fann ég drauma íbúðina mína á drauma staðnum í bænum, 8 mín gangur frá skólanum sem ég vinn í. Þar eru 3 stórar blokkir með 4 stigagöngum hver og þessi var í fyrsta húsinu á 4 hæð af 6, frábært útsýni yfir allan bæinn (flott á gamlárs) og út á vatnið þar sem allir bátarnir og skúturnar sigla og svo fluttningaskipin frá Gautaborg. Þetta er svona Bústadsréttur, þar sem ég kaupi hluta í íbúðinni fyrir visst verð og borga svo leigu, kaupverð fer eftir eftirspurn hverju sinni og núna er eftirspurn svo hún gæti hækkað, en fer eftir hver býður hæðst. Þær hafa verið að fara á þetta 40-50 þú sænskar fer eftir ástandi. Þetta er tveggja herb íbúð 63,5 kvadratmetri, alveg perfekt fyrir mig eina. Eldhúsið og svefnherb, er út að skóginum og stofan hefur sól allan eftirmiðdaginn, stórar svalir með svona skýli sem maður vefur niður. Æðislega flott uppgerð, þarf bara að flytja inn, allt er uppgert, þarf sennilega bara að betrekkja svefnherbergið og meira að segja litirnir passa mér. Svo núna er bara að bjóða og reyna að fá. Ég er held ég tilbúin að bjóða upp í 60 þús ef einhver samkeppni er, en það er ekki búið að auglýsa hana og þau ætla ekki að gera það en það þarf ekki með þessar íbúðir, þær seljast af afspurn.....svo það gildir að hafa budduna í lagi......En þau bara vita ekki alveg hvenær þau geta flutt því þau gera upp raðhús, svo ég er í svona bið......bara að vona.

Ég prófaði í fyrsta sinn í dag að labba með göngustafi, æðislegt, Jenny þetta væri fyrir þig. Bindur bara Emil við mittið á þér. Konan í næsta stigagangi lánaði mér og við fórum á svona gönguleið í skóginum sem er 5,5 km og tók okkur 45 mín. Mjög gott fyrir bakið, maður notar alla vöðva, fyrir axlir hrygg og auðvitað hina alla líka.
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com