eXTReMe Tracker

lördag, oktober 02, 2004

Frá og með í dag byrjar það......þunglyndið.

Þetta er sko ekkert gaman....
'I morgun (laugardag) keyrði ég Irisi á rútuna sem fór til Oslo, núna er hún alfarin í þetta sinn. Bara vonandi að hún komi aftur sem fyrst.
Það er svo skrýtið að þessar tilfinningar hef ég haft nokkrum sinnum áður, sko þegar Iris fór.
Fyrsta sinn þegar hún fór með pabba sínum þá tæplega 6 ára, þá kom svona tómleika tilfinning yfir mig, það var verið að rífa hluta af líkama mínum, hefði ekki verið sárara að rífa af mér handleggin svei mér þá. Annað sinn þegar Jenny fór í fyrsta sinn til USA. Þriðja sinn þegar við förum frá Jenny til Sverige. (Þá vildi hún ekki koma með). Fjórða sinn þegar Bjartur kom í sumar og fór með Kola í lestina, (það var nákvæmlega sama tillfinning og þegar Iris fór tæplega 6 ára) og núna fimmta sinn þegar Iris fór. Heiðrún hefur alltaf verið nær mér.
Hvað er maður að leggja á sig eiginlega? Hvað þolir maður mikið?
En svo er auðvitað annað í þessu að maður getur ekki lifað lífi barna sinna, þau verða að læra að lifa sínu lífi sjálf og þetta hefur eflaust verið sama sagan fyrir mína foreldra þegar ég t.d. flutti 16 ára til Sverige og svo öll hin 5 að heiman, misjafnlega langt þó.
En þið þurfið nú ekki að hafa áhyggjur af mér, ég det ekki í drykkju allavega, gæti aldrei orðið alki því þegar ég er búin að drekka 1-2 glös af rauðvíni með mat þá get ég ekki meira og hef enga lyst á meir og sterkt get ég bara ekki komið niður lengur, svo það er í góðu lagi. En það er annað sem mér finnst mjög slæmt og það er að ég borða meira og það mikið meira þegar ég er niðurdregin, svo það verða eflaust fleiri kíló framundan ha, ha.
En svo getur Iris skipt um skoðun til kl 10 á mánudagsmorgun......og þá snúum við við aftur til Kristinehamn með dótið hennar.....svo enn er von?????
Svo núna er allt í drasli hjá mér og ég að reyna að safna kröftum í að byrja að taka til og þvo...til að drekkja sorginni smá stund. Annars var Anita vinkona að spurja mig hvort ég vilji koma með henni í bíó í kvöld svo ég ætla að gera það.....
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com