Laugardagur svona til tilbreytingar
Jæja, gott fólk, núna ætla ég að blogga á laugardegi þótt að sólin skíni sínu fegursta úti, og glampandi logn, alveg æðislegur dagur og ég verið á kafi í klósettunum, sko þrífa og það að hafa tvö, þá verður það tvöfalt meira en hjá venjulegu fólki, en það er gott að hafa tvö klósett þótt við séum bara tvö í heimili, það nefnilega er stundum óbærileg lykt á öðru þeirra þá er bara að skella sér á hitt:)
Mér finnst ég voða einmanna núna, allir í fasta svefni eftir hálfrar aldar afmælið á Luagarbakka í Húnaþingi og ef ekki sofandi þá með helling af timburvinnuverkamönnum í vinnu;( Sko núna öfunda ég ykkur ekki, en var smá öfundsjúk í gærkveldi þegar ég bara sat hér með sofandi hrjótandi kall, yfir sjónvarpinu, samt var ágætur þáttur að horfa á, sænsk sakamálamynd sem var spennandi og annar hluti í kvöld, svo þá hef ég eitthvað til að hlakka til með sofandi hrjótandi kall í sófanum, að ég bara get horft á endirinn, vonandi bara endar þetta vel.
Þetta var sniðugt uppátæki hjá Jenny að koma á svona samkeppni í neyðarlegum sögum, þú mátt alveg halda áfram á sömu braut bara annað efni. Gaman að þessu.
'Ur því allir eru sofandi eða slappir og ég hef engan að tala við akkúrat núna, þá fer ég bara út að labba í sólina og góða veðrið....það er gott ráð til að láta kílóin minnka, núna hef ég labbað á hverjum degi í vinnunna í næstum tvær vikur, ja eða hjólað og hef misst 1 kg, bara sí svona....:)
Svo ég ætla að halda áfram með það, ekkert í bensín.....sparnaður líka í þokkabót.
Hvað á ég að gera með peningana sem ég spara í bensín? Komið með tillögur!!!!!
Nú ég er búin að panta þessa lúxushelgi á SPA hótelinu í Sunne og fer bara alein þann 3-4 des, það verður tillhlökkun...sko svo má ég horfa á kallana á barnum, segir Jenny og Stefanía og líka lesa matseðilinn og ekki borða en ég er búin að borga matinn svo ég borða samt, þetta verður feit helgi, innifalið í verðinu á herberginu er tvíréttaður kvöldverður, morgunsloppur og töfflur, morgunverðarhlaðborð og það sko ekkert slor, hádegisverðahlaðborð, hvernig sem ég á að geta komið því niður eftir allan morgunverðinn, en ég bara vakna snemma, fer svo út að skokka, fer í vatnaleikfimi í sundlauginni og svo gufu þá kem ég hádegismatnum niður....eða hvað haldið þið?
Nú svo þegar ég kem þangað fæ ég (kaupi mér) svona orkukúr sem tekur 110 mín, segi frá því seinna eftir hvernig mér fannst það.
Nei núna get ég ekki setið inni lengur og fer út....bless, bless
Mér finnst ég voða einmanna núna, allir í fasta svefni eftir hálfrar aldar afmælið á Luagarbakka í Húnaþingi og ef ekki sofandi þá með helling af timburvinnuverkamönnum í vinnu;( Sko núna öfunda ég ykkur ekki, en var smá öfundsjúk í gærkveldi þegar ég bara sat hér með sofandi hrjótandi kall, yfir sjónvarpinu, samt var ágætur þáttur að horfa á, sænsk sakamálamynd sem var spennandi og annar hluti í kvöld, svo þá hef ég eitthvað til að hlakka til með sofandi hrjótandi kall í sófanum, að ég bara get horft á endirinn, vonandi bara endar þetta vel.
Þetta var sniðugt uppátæki hjá Jenny að koma á svona samkeppni í neyðarlegum sögum, þú mátt alveg halda áfram á sömu braut bara annað efni. Gaman að þessu.
'Ur því allir eru sofandi eða slappir og ég hef engan að tala við akkúrat núna, þá fer ég bara út að labba í sólina og góða veðrið....það er gott ráð til að láta kílóin minnka, núna hef ég labbað á hverjum degi í vinnunna í næstum tvær vikur, ja eða hjólað og hef misst 1 kg, bara sí svona....:)
Svo ég ætla að halda áfram með það, ekkert í bensín.....sparnaður líka í þokkabót.
Hvað á ég að gera með peningana sem ég spara í bensín? Komið með tillögur!!!!!
Nú ég er búin að panta þessa lúxushelgi á SPA hótelinu í Sunne og fer bara alein þann 3-4 des, það verður tillhlökkun...sko svo má ég horfa á kallana á barnum, segir Jenny og Stefanía og líka lesa matseðilinn og ekki borða en ég er búin að borga matinn svo ég borða samt, þetta verður feit helgi, innifalið í verðinu á herberginu er tvíréttaður kvöldverður, morgunsloppur og töfflur, morgunverðarhlaðborð og það sko ekkert slor, hádegisverðahlaðborð, hvernig sem ég á að geta komið því niður eftir allan morgunverðinn, en ég bara vakna snemma, fer svo út að skokka, fer í vatnaleikfimi í sundlauginni og svo gufu þá kem ég hádegismatnum niður....eða hvað haldið þið?
Nú svo þegar ég kem þangað fæ ég (kaupi mér) svona orkukúr sem tekur 110 mín, segi frá því seinna eftir hvernig mér fannst það.
Nei núna get ég ekki setið inni lengur og fer út....bless, bless