eXTReMe Tracker

onsdag, mars 08, 2006

Vinningur á félagsfundi!

Þetta blogg fer að verða erfitt, af hverju er ég með í þessu? Stefanía var mjög klók að bara lesa og skirifa comment hjá hinum.

Vinningur...jú, ég var á ársfundi hjá stéttarfélaginu sem ég er meðlimur í og var þar boðið uppá mat, og ég valdi mér lax með soðnum kartöflum, voða gott. Nú svo er kaffi á eftir og þegar maður kemur á staðinn fær maður að kaupa sér mest 2 happdrættismiða á mann og var svo dregið við kaffið....ég fékk töluna 6.... og fæ fyrsta vinning, málverk eftir frægan málara hér í Värmland, sem reyndar á heima hér í Kristinehamn, myndin er 900 kr sænskra virði, stundum leikur lánið við mann, ég sem á svo mikið af myndum, en ég ætla að geyma þær uppi á háa lofti svo ég geti skipt stundum, kanski á milli fluttninga ha, ha, ha.
Gaman að breyta til stundum??? Eða? Þyrfti að hafa uppboð á bróderuðum myndum eftir mig...er einhver sem býður í einhverja mynd? En páfuglinn verður dýr......

Svíþjóð í dag, hellingur af snjó, hefur ekki verið svona mikill snjór hér í 25 ár, það byrjaði að snjóa um jólin og hefur nánast ekki stoppað síðan og það á að vera vor núna, sama hvað maður talar við GUÐ, hann hlustar bara á þá sem vilja hafa stríð held ég.

Svo er það blessuð söngvakeppninn, en við segum ekkert meira um hana núna. Mér langar bara að nelurnar á mér verði fínar eins og einu sinni, skrítið, sennilega of lítill fiskur og grjónagrautur.

Núna er ég næstum eins og börn skildra foreldra, bý á tveimur stöðum, aumingja börnin sem þurfa á búa á tveimur stöðum, og kanski skipta vikulega, ekki að furða að sum börn eru eins og þau eru í dag þegar foreldrarnir komast ekki að samkomulagi...en þetta er allt of viðkvæmt mál til að fara inná það. En ég sem sagt bý stundum í Degerfors ca aðra hvora helgi svo bakpokinn minn er alltaf í viðbragðsstöðu...en þegar maður er 50+ ræður maður við þetta enda frjálst val.

Eru ekki kosningar í bráð? Hellingur af alskonar loforðum sem maður sér aldrei seinna meir...skítt með það ekki kýs ég....

Ætti ég ekki bara að hætta þessu bloggi, bara tóm vitleysa hjá mér, miklu betra bara að lesa hjá hinum og kvítta fyrir sig.......??? Enda aldrei tími núorðið.....jú, jú, bara ef ég vil...punktur
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com