Tiltekt í myrkri..
Þetta með tiltekt er dálítið erfitt stundum, það er þegar maður bara verður að taka til er alveg vonlaust að komast í skap til þess, eða stuð.
Eruð þið sammála?
Það er föstudagur og ég held þetta sé sá fyrsti föstudagur síðan ég og Stig kynntumst erum ekki saman...en vinnufélagar hans kröfðust þess að hann hefði útfluttningspartý í kvöld og ég mátti ekki vera með:-( enda allt í lagi ég ætla að taka til, skúra, sópa og ryksuga...kanski ekki í þessari röð samt.
Það sem ég er búin að gera er að rýma smá til í fataskápnum svo að einn og hálfur skápur er laus, enda eiga karlmenn aldrei eins mikið af fötum og við kvennþjóðinn. Sammála?
Einnig henti ég alveg helling úr búrskápnum því allt þar var komið langt fram yfir best fyrir dag, svo það var bara að setja í ruslapokann, svo búrskápurinn er hálf tómur, en ekki lengi....
Ég fann laxbita í frystinum og sauð mér með kartöflum og smjöri og smjörið er svona með saltflyksum í, en í auglýsingunni er kýrin hún Rósa niður við hafið og er þá spurt: Hvað er Rósa að gera niður við sjó? Þannig varð til smjör með hafsalti og það er geðveikt gott....maður þarf ekkert álegg með.
Eftir matinn vaskaði ég upp (engin uppþvottavél) og kveikti svo á tölvunni og ætlaði að kópíera myndir frá tölvunni á geisladisk handa Pelle svo hann fái sínar myndir og gerði það enda ekki svo mikið eftir sem ég var ekki búin að gera...þá eru bara öll myndaalbúnin eftir...ekkert gaman, en verður að gerast samt.
Svo nenni ég engu meira svo öll tiltektin er eftir og það er dálítið ryk hér sem enginn hefur þurrkað af í allt sumar, en það er svo heppilegt að það eru svona filter í oppnunnarfögunum í gluggunum svo það er ekki svo rosalega mikið ryk úr því ég var sama og ekkert í íbúðinni til að þyrla upp neinu....En ég kanski vakna snemma í fyrramálið og geri eitthvað þegar er bjart úti, erfitt að þrífa í myrkri, ekki það að ég sé ekki með ljós, jú, jú...bara ekkert gaman.
Svo koma fluttningakallarnir sennilega upp úr hádegi því kerran er leigð frá kl 10 þegar þeir eru búnir að sofa úr sér bjórinn, blessaðir....
Svo á morgun laugardaginn þann 11 nóvember 2006 verð ég í sambúð og ég sem ætlaði það aldrei, en aldrei að segja aldrei sannast hér með.
Ég hef ekki ennþá fundið nagladekk undir bílinn minn...ætlaði að kaupa notuð og á felgum en öll dekkjaverkstæði segja að Toota Avensis séu það vinsælir bílar að það koma engin dekk inn til sölu....en núna er ég hætt að keyra á milli svo bíllinn fær að vera í bílskúrnum að mestu og ég held áfram að leita að dekkjum, það er bara vonlaust að kaupa ný..launin min duga sko ekki fyrir þeim, kosta allt of mikið. Svo er ekkert víst að við ætlum að eiga tvo bíla, algjör óþarfi ég er bara 8 mín að labba í vinnunna en hann þarf að keyra í næsta bæ og það tekur hann 15-20 mín.
Þannig eru málin hjá mér í dag eða kvöld. Ætla bara að fara og leggja mig snemma, finna eina bók eftir Arnald Indriðason sem Jenny á hér hjá mér, er nýbúin að lesa Mýrina sem var mjög góð.
Passið ykkur í óveðrinu.....
Eruð þið sammála?
Það er föstudagur og ég held þetta sé sá fyrsti föstudagur síðan ég og Stig kynntumst erum ekki saman...en vinnufélagar hans kröfðust þess að hann hefði útfluttningspartý í kvöld og ég mátti ekki vera með:-( enda allt í lagi ég ætla að taka til, skúra, sópa og ryksuga...kanski ekki í þessari röð samt.
Það sem ég er búin að gera er að rýma smá til í fataskápnum svo að einn og hálfur skápur er laus, enda eiga karlmenn aldrei eins mikið af fötum og við kvennþjóðinn. Sammála?
Einnig henti ég alveg helling úr búrskápnum því allt þar var komið langt fram yfir best fyrir dag, svo það var bara að setja í ruslapokann, svo búrskápurinn er hálf tómur, en ekki lengi....
Ég fann laxbita í frystinum og sauð mér með kartöflum og smjöri og smjörið er svona með saltflyksum í, en í auglýsingunni er kýrin hún Rósa niður við hafið og er þá spurt: Hvað er Rósa að gera niður við sjó? Þannig varð til smjör með hafsalti og það er geðveikt gott....maður þarf ekkert álegg með.
Eftir matinn vaskaði ég upp (engin uppþvottavél) og kveikti svo á tölvunni og ætlaði að kópíera myndir frá tölvunni á geisladisk handa Pelle svo hann fái sínar myndir og gerði það enda ekki svo mikið eftir sem ég var ekki búin að gera...þá eru bara öll myndaalbúnin eftir...ekkert gaman, en verður að gerast samt.
Svo nenni ég engu meira svo öll tiltektin er eftir og það er dálítið ryk hér sem enginn hefur þurrkað af í allt sumar, en það er svo heppilegt að það eru svona filter í oppnunnarfögunum í gluggunum svo það er ekki svo rosalega mikið ryk úr því ég var sama og ekkert í íbúðinni til að þyrla upp neinu....En ég kanski vakna snemma í fyrramálið og geri eitthvað þegar er bjart úti, erfitt að þrífa í myrkri, ekki það að ég sé ekki með ljós, jú, jú...bara ekkert gaman.
Svo koma fluttningakallarnir sennilega upp úr hádegi því kerran er leigð frá kl 10 þegar þeir eru búnir að sofa úr sér bjórinn, blessaðir....
Svo á morgun laugardaginn þann 11 nóvember 2006 verð ég í sambúð og ég sem ætlaði það aldrei, en aldrei að segja aldrei sannast hér með.
Ég hef ekki ennþá fundið nagladekk undir bílinn minn...ætlaði að kaupa notuð og á felgum en öll dekkjaverkstæði segja að Toota Avensis séu það vinsælir bílar að það koma engin dekk inn til sölu....en núna er ég hætt að keyra á milli svo bíllinn fær að vera í bílskúrnum að mestu og ég held áfram að leita að dekkjum, það er bara vonlaust að kaupa ný..launin min duga sko ekki fyrir þeim, kosta allt of mikið. Svo er ekkert víst að við ætlum að eiga tvo bíla, algjör óþarfi ég er bara 8 mín að labba í vinnunna en hann þarf að keyra í næsta bæ og það tekur hann 15-20 mín.
Þannig eru málin hjá mér í dag eða kvöld. Ætla bara að fara og leggja mig snemma, finna eina bók eftir Arnald Indriðason sem Jenny á hér hjá mér, er nýbúin að lesa Mýrina sem var mjög góð.
Passið ykkur í óveðrinu.....
<< Home