Engin vetur
Ég ætla nú ekki að skrifa um veðrið núna nema að láta vita að byrnirnir hér í Sverige geta ekki sofnað ennþá vegna hita....eða farið í híði eins og það heitir.
Ég og Stig-Lennart ætlum að fara til Kanaríeyja, nánar till Maspalomas og njóta hitans, jólanna og áramótanna þar, svo við förum héðan þann 22 des og komum aftur hingað 7 janúar, það fara tveir dagar í ferðir til og frá flugvellinum því við þurfum að keyra til Malmö sem eru 500 km, það var uppsellt frá öllum öðrum flugvöllum hér í grend.
Sennilega hef ég ekki tíma til að skrifa neitt blogg fyrir þann tíma og vil bara óska ykkur öllum Gleðilegra Jóla og heillaríkt nýtt ár (er þetta háfleigt) og vona bara að þið takið það rólega um jól og áramót, því það ætlum við að gera.
Ég sendi takmarkað af jólakortum og vonandi finnst þeim sem ekkert fá, það vera í lagi?????
Gleðileg Jól..